„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 13:23 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira
„Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Sjá meira