„Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 13:23 Þorgrímur Þráinsson undirbýr nú væntanlegt forsetaframboð. „Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira
„Þetta kom mér á óvart, ég hélt að hann myndi vera áfram. Mér fannst hann einhvern veginn hafa talað þannig – ég var dálítið hissa,“ segir Þorgrímur Þráinsson, forsetaframbjóðandi, um ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um að gefa ekki kost á sér í forsetakosningunum næsta sumar. Þorgrímur var gestur þeirra Loga Bergmann og Rúnars Freys Gíslasonar á Bylgjunni í morgun þar sem þeir ræddu væntanlega kosningabaráttu. Eins og frægt er orðið gaf Þorgrímur það út í samtali við Vísi í nóvember að hann hygðist bjóða sig fram til forseta á næsta ári og varð þar með fyrstur væntanlegra frambjóðenda til að lýsa því yfir.Sjá einnig: 95 prósent líkur á því að Þorgrímur fari í forsetann Í ljósi þess hversu langt er síðan hann lagði af stað í vegferðina segir Þorgrímur að hann hafi tekið afslappaður á móti tíðindum nýársdags. „Þegar ég sá það á vefnum í gær að hann [Ólafur Ragnar] ætlaði ekki fram aftur þá tók hjartað ekkert aukaslag,“ segir Þorgrímur. Hann óttast þó að fólk þekki hann ekki nógu vel – í það minnsta ekki það sem hann stendur fyrir. „Það eina sem ég er að gera er að sækja um starf og það sem ég legg til grundvallar eru síðustu þrjátíu ár og það sem ég hef staðið fyrir. Mér líður oft þannig að mér finnist ég þekkja hvern einasta Íslendinga, sem er auðvitað rangt, en að sama skapi verð ég að gera mér grein fyrir því að fólk þekkir mig mjög takmarkað. Ég er ekki fjölmiðlamaður, ég er sjaldan í fjölmiðlum nema bara rétt fyrir jól í kringum bókaútgáfu. Ég held að ég muni líða fyrir það að vera ekki þjóðþekktur, þó að ég sé svona þokkalega þekktur,“ segir Þorgrímur sem var beðinn um að útskýra orð sín nánar.Sjá einnig: Ólafur Ragnar mun láta af embætti forseta í sumar Hann bætti þá við að fólk þekkti hann kannski – „en ekki fyrir hvað ég stend,“ eins og hann orðaði það. „Í hjarta mínum langar mig bara til að vera auðmjúkur þjónn þjóðarinnar, punktur. Það er bara þannig,“ segir Þorgrímur.Nýr forseti getur gert það sem hann vill „Ef Vigdís væri að ljúka störfum núna sem forseti þá fengi ég allt öðruvísi spurningar heldur en Ólafur Ragnar og þess vegna mun kosningabaráttan núna mótast aðeins af því hvernig hann hefur mótað embættið. Ég hins vegar, sem svona kem kaldur að þessu, lít á þetta embætti sem óskrifað blað. Ég held að nýr forseti geti í raun bara gert það sem hann langar til,“ segir Þorgrímur. Viðtalið við Þorgrím má heyra í heild sinni hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Fleiri fréttir Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Sjá meira