Skoðanakönnun Vísis: Hvern vilt þú sjá sem næsta forseta Íslands? Bjarki Ármannsson skrifar 2. janúar 2016 20:15 Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Vísir Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Stærsta fréttamál ársins 2016 til þessa er sennilega yfirlýsing Ólafs Ragnars Grímssonar forseta í nýársávarpi sínu um að hann hyggist ekki bjóða sig fram að nýju í forsetakosningunum í sumar. Líkur þar með tuttugu ára setu á Bessastöðum sem hefur haft mikil áhrif á embættið. Sjötti forseti lýðveldissögunnar tekur því við embættinu í ár og eru spekingar farnir að velta því fyrir sér hver sé nú líklegastur til að ná kjöri. Þorgrímur Þráinsson rithöfundur sagði í nóvember „yfirgnæfandi líkur“ á því að hann myndi bjóða sig fram og sömuleiðis hefur Elísabet Jökulsdóttir skáld staðfest framboð. Ástþór Magnússon, stofnandi Friðar 2000, staðfesti svo í dag að hann ætli fram að nýju.Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, hefur sagst íhuga framboð.Sturla Jónsson, sem bauð sig fram fyrir samnefndan flokk í síðustu Alþingiskosningum, ætlar einnig í framboð. Margir aðrir sem orðaðir hafa verið við framboð eða hvattir til þess að bjóða sig fram, hafa sagst íhuga það. Þeirra á meðal eru Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi borgarfulltrúi, Halla Tómasdóttir fjárfestir og Hrannar Pétursson, fyrrverandi upplýsingafulltrúi. Jón Gnarr, dagskráarstjóri og fyrrverandi borgarstjóri, sagðist í fyrra ekki ætla að bjóða sig fram en hefur síðan gefið í skyn að honum gæti snúist hugur. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur lýst því yfir að hún hafi engar áætlanir um að bjóða sig fram en hefur aldrei útilokað það. Það gerði Pawel Bartoszek stærðfræðingur ekki heldur þegar hann var hvattur til framboðs í fyrra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, hefur verið hvött til að bjóða sig fram.Vísir/GVABergþór Pálsson óperusöngvari hefur neitað því að hann ætli í framboð en þó er nokkuð reglulega skorað á hann til þess. Rithöfundarnir Ólafur Jóhann Ólafsson og Andri Snær Magnason hafa sömuleiðis verið orðaðir við embættið, en Andri Snær segist í Föstudagsviðtali Fréttablaðsins í dag ekki útiloka framboð vegna áhugaverðra tíma sem nú eru uppi. Lesendur Vísis fá hér fyrir neðan að segja sína skoðun á því hvort þeir myndu helst vilja sjá einhvern af ofangreindum taka við embættinu nú í ár. Þessi listi er þó að sjálfsögðu ekki tæmandi. Uppfært mánudaginn 4. janúar: Lokað hefur verið fyrir könnunina.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Innlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira