Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. janúar 2016 15:55 Ástþór Magnússon á framboðsfundi árið 2012. vísir/Vilhelm Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Ástþór Magnússon hefur ákveðið að endurtaka forsetaframboðið „Virkjum Bessastaði“ og mun því gefa kost á sér í komandi forsetakosningum næsta sumar. Þetta er í fjórða sinn sem hann gefur kost á sér til embættisins. Þetta kemur fram í bréfi sem Ástþór Magnússon, fyrrum forsetaframbjóðandi og stofnandi Friðar 2000, sendi í dag á Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu (ÖSE) . Í bréfinu biðlar hann til stofnunarinnar að senda eftirlitsmenn til Íslands „til að hafa eftirlit með undirbúningi kosninganna og leggja sitt af mörkum til að fram fari heiðarleg, opin og lýðræðisleg umræða um forsetaframboðin svo þjóðin geti valið sér forseta eftir að hafa kynnst hvað frambjóðandinn hefur fram að færa,“ eins og það er orðað í bréfinu. Ástæðuna segir hann vera þá að íslenskir fjölmiðlar þurfi aðhald í aðdraganda komandi kosninga og að grundvöllurinn að lýðræðislegum kosningum sé aðgengi að fjölmiðlum á jafnréttisgrundvelli.Vill nýja hugmyndafræði á Bessastaði Ástþór segir væntanlegt forsetaframboð sitt snúast um að virkja embættið til að boða nýja hugmyndafræði í friðarmálum. „Það er ábyrgðarhluti ef fjölmiðlar eru látnir komast upp með að útiloka alla opna umræðu um þetta málefni sem er okkur Íslendingum og heimsbyggðinni allri svo mikilvægt. Sérstaklega nú þegar ófriðareldar loga víða um heim og jafnvel Evrópa stendur á barmi styrjaldar. Þjóðlíf og atvinnuvegir Íslendinga eins og t.d. ferðamannaiðnaður standa berskjaldaðir. Íslendingar geta ekki snúið bakinu í eldinn. Við þurfum að taka forystu gegn þessu ófriðarástandi. Að virkja Bessastaði með mætti orðsins og nýrri hugmyndafræði er okkar hlutverk,“ segir Ástþór. Ástþór hefur áður kynnt hugmyndafræði sína í forsetaframboði sínu árið 1996 og í bókinni Virkjum Bessastaði sem dreift var á öll heimili landsmanna. Ástþór bauð sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum 2012, en þann 1. júní 2012 var framboð hans dæmt ógilt því hann fékk ekki lögboðið vottorð yfirkjörstjórnar Norðvesturkjördæmis. Forsetaframboð hans árið 2000 var einnig dæmt ógilt, vegna þess að nægjanlegan fjölda meðmælenda vantaði. Ástþór segir í bréfi sínu að skipulagðri aðför fjölmiðla og fleiri hafi verið um að kenna að framboðin voru ógild.Bréf Ástþórs til ÖSE má finna í heild sinni í viðhengi hér að neðan.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira