Viðskipti innlent

Kínverskum kauphöllum lokað eftir skarpt verðfall

ingvar haraldsson skrifar
Mörkuðum var lokað eftir miklar verðlækkanir.
Mörkuðum var lokað eftir miklar verðlækkanir. vísir/afp
Kauphöllunumum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað eftir skarpar verðlækkanir í nótt. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkanirnar í Shenzhen urðu 8 prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð.

Hlutabréfaviðskipti voru til að byrja með stöðvuð í 15 mínútur eftir 5 prósenta verðfall en þegar verðfallið hélt áfram var ákveðið að loka Kauphöllinni snemma.

Lokunin er hluti af nýjum reglum sem innleiddar voru í desember til að hindra of hratt verðfall í kjölfar mikilla verðlækkana í sumar á kínverskum hlutabréfamarkaði.

Ein af ástæðum verðfallsins nú er talin vera áhyggjur af kínverskum verksmiðjum eftir að nýjar tölur um framleiðslu þeirra ullu vonbrigðum, samkvæmt því sem fram hjá BBC.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×