Lögin kveða meðal annars á um að forsetaefni þurfi að skila inn meðmælum frá minnst fimmtán hundruð manns úr öllum landsfjórðungum. Engin breyting hefur orðið í þeim efnum frá forsetakosningunum árið 1952. Þá voru Íslendingar rúmlega 146 þúsund talsins, en eru yfir helmingi fleiri í dag - eða um 329 þúsund.

„Ætli það væri ekki best að fara í heildarendurskoðun á þessu með þeim hætti að það geti enginn orðið forseti nema hann hafi meira en helming atkvæða. Þá kannski gerir þetta minna til, það er að segja þá myndu þeir sem fá atkvæði hreinsast út eftir fyrri umferðina. Kannski það sé það módel sem við ættum að horfa til í framtíðinni.“
Samkvæmt lögum fara forsetakosningar alltaf fram síðasta laugardag í júnímánuði, sem í ár er sá tuttugasti og fimmti. Alls hafa sex einstaklingar boðað framboð til embættis forseta. Um er að ræða Þorgrím Þráinsson rithöfund, Elísabetu Jökulsdóttur skáld, Árna Björn Guðjónsson listmálara og húsgagnasmið, Ástþór Magnússon stofnanda Friðar 2000, Hildi Þórðardóttur rithöfund og Ara Jósepsson leikara. Fleiri hafa verið orðaðir við embættið en kjörgengir til forseta Íslands eru íslenskir ríkisborgarar, þrjátíu og fimm ára og eldri.