Viðskipti erlent

Markaðir bregðast við ástandinu í Kína

Sæunn Gísladóttir skrifar
Á Wall Street lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar um tvö prósent við opnun.
Á Wall Street lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar um tvö prósent við opnun. vísir/afp
Markaðir í Evrópu og Bandaríkjunum hafa í dag brugðist við skörpum verðlækkunum á kínverskum hlutabréfamörkuðum. Á Wall Street lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar um 2 prósent við opnun. Í nótt hrundu hlutabréf í Kína með þeim afleiðingum að kínverskum kauphöllum var lokað.

Í Bretlandi lækkaði FTSE 100 um 2 prósent, virði hlutabréfanna lækkaði þá um það sem nemur 7.300 milljarða króna. Hlutabréf í Þýskalandi lækkuðu enn frekar, eða um 3,8 prósent. Þá lækkuðu Dow Jones, S&P 500 og Nasdaq vísitölurnar á Wall Street um tvö prósent við opnun.

Sömu sögu er að segja í Asíu þar sem Nikkei 225 vísitalan í Japan lækkað um 3,1 prósent og Hang Seng í Hong Kong lækkaði um 2,6 prósent.

Kauphöllunumum í Sjanghæ og Shenzhen var lokað eftir skarpar verðlækkanir í nótt. Vísitalan í Kauphöllinni í Sjanghæ lækkaði um 6,9 prósent og verðlækkanirnar í Shenzhen urðu 8 prósent, en þar eru mörg tæknifyrirtæki skráð. Hlutabréf lækkuðu á öðrum asískum mörkuðum í kjölfarið. 




Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×