Bandarískur ferðamaður fjárfesti fyrir tugi milljóna í íslensku fyrirtæki Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2016 16:00 Hjólin eru heldur betur farin að snúast hjá IceWind sem hefur gert samning við bandarískan fjárfesti um fjármögnun fyrirtækisins. Icewind Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Bandarískur ferðamaður sem ferðaðist hér á landi í sumar hefur fjárfest fyrir tugi milljóna í fyrirtækinu IceWind sem hannar og hyggst framleiða vindtúrbínur. Fjármagnið er langþráð að sögn eins forsvarsmanna Icewind sem segir að nú geti þeir unnið í fullri vinnu við fyrirtækið. Fyrirtækið er á bak við stormskýlið sem Vísir hefur fjallað um og verður sett upp fyrir framan Hörpu í næsta mánuði. Stormskýlið er þó bara lítið verkefni ætlað til þess að vekja athygli á vindtúrbínum fyrir sumarbústaði og fjarskiptamöstur og ætlunarverkið virðist sannarlega hafa tekist.Sjá einnig: Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund„Við fengum símtal frá bandaríska sendiráðinu hér á landi í nóvember og okkur var boðið með á orkuráðstefnuna PowerGen 2015 sem er stærsta orkuráðstefnan í þessum geira og var haldin í Las Vegas,“ segir Sæþór Ásgeirsson, einn forsvarsmanna Icewind. „Viku áður hafði bandarískur fjárfestir haft samband við okkur. Hann var að ferðast hér á landi í sumar og sá græjurnar okkar. Við hittum hann svo í Las Vegas og skrifuðum undir samning við hann.“Svona lítur vindtúrbínan sem ætluð er sumarhúsum út.IcewindAllt stopp án bandaríska ferðamannsins Sæþór segir að fjárfestirinn vilji ekki láta nafns síns getið en að samningurinn sé virði tugi milljóna íslenskra króna. Fjármagnið tryggir rekstur fyrirtækisins og nú geta Sæþór og samstarfsmaður hans, Þór Bachmann, starfað við fyrirtæki sitt í fullu starfi en auk þeirra hafa Ágúst Guðbjörnsson og Gunnar Eiríksson komið að ýmsum verkefnum. Sæþór segir að þetta fjármagn breyti öllu fyrir Icewind. „Við höfum beðið eftir þessu lengi. Án þessa fjármagns værum við bara stopp, það er ekki hægt að reka þetta endalaust á loftinu. Síðan við stofnuðum fyrirtækið 2012 höfum við verið í sambandi við ýmsa aðila um fjárfestingu en það hefur gengið hægt. Svo kemur þessi maður bara inn og klára þetta á þremur vikum.“ Ráðstefnan var haldin í desember og í kjölfarið kom teymi frá sjónvarpstöðinni CBS til þess að fjalla um vindtúrbínur Icewind og segir Sæþór að hjólin séu heldur betur farin að snúast hjá fyrirtækinu eftir ráðstefnuna og umfjöllun CBS sem sjá má hér fyrir neðan. „Það hefur verið allt á hvolfi síðan þá og pósthólfið okkar er fullt af fyrirspurnum frá fjárfestum, endursöluaðilum og kúnnum. Það breyttist bara allt á þessum eina mánuði,“ segir Sæþór. Strákarnir stefna á erlendan markað á næsta ári en í augnablikinu vinna þeir hörðum höndum að stormskýlinu sem Vísir hefur fjallað um. Stormskýlið er nútímalegt strætóskýli þar sem tvær vindtúrbínur á þaki þess sjá skýlinu fyrir rafmagni, lýsingu, þráðlausu neti og aðstöðu til að hlaða síma og spjaldtölvur eða öllu sem hinn nútíma Íslendingur þarf á að halda. Stefnt er að því að það verði tekið í gagnið þann 1. febrúar næstkomandi.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00 Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Stormskýlið slær í gegn á Karolina Fund Íslenskt fyrirtæki stefnir á að setja upp rafmagnað strætóskýli og það er bara byrjunin. 4. nóvember 2015 10:00
Fjárfestingarumhverfi sprota með þvi besta sem hefur verið á Íslandi Þrír nýir sjóðir voru stofnaði í byrjun árs með ellefu milljarða króna fjárfestingagetu og hafa þeir nú þegar fjárfest í tug fyrirtækja. 18. nóvember 2015 10:57