Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Bjarki Ármannsson skrifar 5. janúar 2016 21:15 Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Vísir/GVA Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna. Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna.
Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33