Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Bjarki Ármannsson skrifar 5. janúar 2016 21:15 Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn. Vísir/GVA Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna. Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, segir að nýtt beri við ef upp kemur mál hér á landi þar sem lögregluþjónum er mútað af einstaklingum innan fíkniefnaheimsins. Lögreglumaður hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu situr nú í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn en Helgi segir enga ástæðu til ætla að málið snúist um slíka spillingu, sé litið til sögunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur lögregluþjóninn sem um ræðir starfað lengi innan fíkniefnadeildarinnar. Vísir hefur undanfarnar vikur fjallað um lögreglumann hjá embætti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu sem færður var til í starfi vegna gruns um að hann læki upplýsingum til aðila sem væru til rannsóknar. Ekki er um sama lögreglumann að ræða.Mútumál aldrei komið upp hér á landi Sem kunnugt er, eru fjárhagslegir hagsmunir af fíkniefnasmygli og –dreifingu hér á landi oft miklir og fangelsisdómar vegna slíkra brota oft mjög þungir. Í ljósi þess að lögreglumenn eru ekki best launaða starfsstétt landsins, leitaði Vísir álits Helga á því hversu líklegt það megi teljast að þeir freistist til að taka við greiðslum frá fíkniefnaheiminum í skiptum fyrir vernd eða upplýsingar.Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands.Vísir/GVAHelgi segir erfitt að tjá sig um þetta mál, þar sem litlar upplýsingar liggja fyrir. Mútumál hafi þó aldrei komið upp hér á landi þrátt fyrir að dæmi séu þekkt frá til dæmis Bandaríkjunum og Mexíkó. „Þar eru gríðarlegir fjárhagslegir hagsmunir í gangi og þungir fíkniefnadómar, mikil eftirspurn eftir þessum efnum og freistingarnar miklar,“ segir Helgi. „Þar hafa menn séð mál af þessu tagi, þar sem peningar skipta um hendur til þess að menn líti framhjá kaupum eða dreifingum eða eitthvað slíkt.“ Helgi segist þó ekki telja ástæðu til að ætla að eitthvað því líkt sé í gangi hér á Íslandi. Óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins hafi hreinlega aldrei komist upp í sögunni. „Það sýnir í raun bara það að lögreglan hér er ekki spillt með sama hætti og við sjáum víða vestra,“ segir hann. „Það verður bara að segjast eins og er. Þetta eru bara mál sem hafa ekki komið upp hér hjá okkur. Við heyrum alltaf af miklum fjárhagslegum hagsmunum í tengslum við þennan fíkniefnaheim. En við höfum ekki fengið mál upp þar sem þessir miklu fjárhagslegu hagsmunir eru að einhverju leyti notaðir til að múta opinberum starfsmönnum, þó þetta sé láglaunastarf. Þetta bara hefur ekkert komið upp á yfirborðið.“ Ljóst er að meint afbrot mannsins er tekið alvarlega innan lögreglunnar en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því rétt fyrir áramót. Hann er í einangrun á Litla-hrauni vegna rannsóknarhagsmuna.
Tengdar fréttir Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45 Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Starfsmanni hjá lögreglu vikið frá störfum sínum vegna gruns um að leka upplýsingum Umræddur starfsmaður meðal annars í aðstöðu til þess að hafa áhrif á rannsóknir stórra fíkniefnamála. 14. desember 2015 10:45
Í gæsluvarðhaldi vegna samskipta við brotamenn Meint brot lögreglumannsins sem situr í gæsluvarðhaldi eru sögð vera mjög alvarleg. 5. janúar 2016 20:33