Rafrettunotkun verði minnkuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 08:00 Nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. Rafrettur eru þó ekki bannaðar á almenningsstöðum á Íslandi. NordicPhotos/Getty Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð. Rafrettur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira
Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð.
Rafrettur Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Sjá meira