Rafrettunotkun verði minnkuð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. janúar 2016 08:00 Nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti. Rafrettur eru þó ekki bannaðar á almenningsstöðum á Íslandi. NordicPhotos/Getty Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð. Rafrettur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Fyrir ári varaði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) við útbreiðslu rafretta og hvatti ríki heims til að setja hertar reglugerðir um notkun þeirra. Að auki var mælst til að sömu lög giltu um rafrettur og sígarettur varðandi reykingar á almannafæri. Hins vegar eru engar reglur eða lög um notkun rafretta á Íslandi.Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins„Það voru sett lög til að vernda fólk fyrir sígarettureyk og því ætti að setja sömu lög við rafrettureyk,“ segir Lára Sigurðardóttir, fræðslustjóri Krabbameinsfélagsins. „Þar að auki þarf að efla eftirlit með efnunum sem eru í umferð og sölunni. Það er búist við margfaldri aukningu á rafrettunotkun á næstu árum og því er mikilvægt að grípa fljótt inn í.“ Lára er ein átján aðila sem skrifa undir grein í Fréttablaðinu í dag þar sem ýtt er á stjórnvöld að setja lög og reglur um rafrettur vegna skaðlegra áhrifa. Velferðarráðuneytið vinnur að innleiðingu á nýrri tóbaksvarnatilskipun Evrópusambandsins. Í tilskipuninni er meðal annars að finna ákvæði um rafsígarettur, bann við setja á markað tóbaksvörur með einkennandi bragði og breyttar reglur um viðvörunarmerkingar á tóbaksvörum. Unnið er að frumvarpi og gert ráð fyrir að það verði lagt fram á þessu löggjafarþingi. „Við vitum vel af tilmælum WHO en það er verið að skoða hvaða leið verði farin. Það er best að segja ekki meira um það mál að sinni,“ segir Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Embætti landlæknis. Þetta er vitað um rafretturVökvinn sem menn eima með rafrettum er ekki saklaus vatnsgufa heldur inniheldur hann skaðleg efni, t.a.m. krabbameinsvaldandi efni og efni sem geta valdið skemmdum á erfðaefni og frumudauða.Nikótíneitrunum af völdum rafrettuvökva fer fjölgandi. Sérstaklega meðal barna undir fimm ára aldri.Blóðrannsóknir sýna að nikótín og önnur efni í rafrettugufu mælast í blóði þeirra sem anda að sér gufunni með óbeinum hætti.Rannsóknir eru á frumstigi. Of snemmt er að segja til um langtímaafleiðingar.Fimmta hvert barn í 10. bekk hefur reykt rafrettu.Ekkert eftirlit er með söluaðilum.WHO hvetur ríki heims til að setja reglugerðir vegna rafretta Bannað verði að eima rafrettur innanhúss á almennings- og vinnustöðum. Tryggt verði að börn og táningar undir lögaldri geti ekki nálgast rafrettur. Umbúðir rafrettuvökva verði merktar með viðvörun. Ekki verði viðhöfð opinber ummæli sem halda því fram að rafrettur hafi heilsufarslegan ávinning. Allar auglýsingar á rafrettum og vökvum í þær verði bannaðar. Sala á rafrettum sem innihalda bragð af ávöxtum, nammi eða áfengi verði bönnuð þar til sannað hefur verið að þær höfði ekki til barna. Reykingamönnum skal ráðlagt að nota viðurkenndar reykleysismeðferðir en ekki rafrettur þangað til nægilegar niðurstöður liggja fyrir um öryggi þeirra. Rafrettur eigi einungis að nota í þeim tilfellum þar sem árangur hefur ekki náðst með öðrum nikótíngjöfum í reykleysismeðferð.
Rafrettur Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira