Játar samskipti en neitar að hafa þegið peningagreiðslur Nadine Guðrún Yaghi skrifar 7. janúar 2016 21:48 "Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi lögreglumannsins. vísir/gva Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Verjandi lögreglumannsins sem sleppt var úr gæsluvarðhaldi í dag eftir níu daga dvöl, segir samskipti milli hans og hins grunaða samverkamanns hafa verið til staðar. Hann hafi hins vegar ekki tekið við peningagreiðslu frá manninum. „Það voru jú samskipti milli þeirra en þau voru ekki óeðlileg,“ segir Ómar Örn Bjarnþórsson, verjandi mannsins. Ekki var talin þörf á að veita fjölskyldu lögreglumannsins vernd á meðan hann sat í gæsluvarðhaldi. „Við hjá ríkissaksóknara höfum engin úrræði til að bjóða upp á slíkt. Ef það þyrfti að veita mönnum einhvers konar vernd þá væri það lögreglan sem myndi framkvæma það,“ segir Helgi Magnús Gunnarsson aðstoðarríkissaksóknari. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknarivísir/gva Sögulegt gæsluvarðhald Samkvæmt heimildum fréttastofu er lögreglumaðurinn grunaður er um að hafa þegið peningagreiðslur fyrir upplýsingar frá embættinu. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald þann 29. desember en var látinn laus á fimmtudaginn. Fleiri áratugir eru síðan lögreglumaður var síðast úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lögreglumaðurinn, sem talinn var stálheiðarlegur og faglegur af samstarfsmönnum, hefur starfað í um áratug hjá fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. „Við höfum bara enga ástæðu til að ætla að maðurinn sé í hættu nú eftir að hann er ekki lengur í gæsluvarðhaldi en það er þó ekki okkar að meta það. Hann yrði að snúa sér til lögreglu. Ég get svo ekki svarað fyrir hvað lögreglan myndi gera í því,“ segir Helgi Magnús.Í svari frá lögreglunni segir að ekki verði hægt að tjá sig um þessi atriði við fjölmiðla.Brotahópar í fíkniefnaheiminum geta haft mikinn hag af upplýsingum úr röðum lögreglu. Vísir/GVAGóðkunningi lögreglu í gæsluvarðhaldiÞá var karlmaður á fertugsaldri, sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumannsins, úrskurðaður í gæsluvarðhald í dag til 15. janúar. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar að sögn verjanda mannsins.Maðurinn er vel þekktur úr fíkniefnaheiminum og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. Hann hefur þó hlotið nokkra dóma meðal annars fyrir fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum. Á upptöku sem ríkissaksóknari hefur undir höndum má heyra samskipti mannsins við fíkniefnalögreglumannin og er meðal þess sem minnst er á í samtalinu eru umræður um peningagreiðslur.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli Erlent Fleiri fréttir Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Óttast að lítið þurfi til svo bíllinn springi í loft upp Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Sjá meira
Maðurinn í haldi er góðkunningi lögreglunnar en þó aldrei hlotið þungan dóm Karlmaður á fertugsaldri sem úrskurðaður hefur verið í gæsluvarðhald hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma en aldrei setið inni. 7. janúar 2016 16:59
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52