Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Fram 27-26 | Ester hetja ÍBV Guðmundur Tómas Sigfússon. skrifar 10. janúar 2016 15:30 Ester Óskarsdóttir. Vísir/Vilhelm Eyjastúlkur unnu í dag sterkan eins marks sigur á Fram í leik um annað sætið í Eyjum. Leiknum lauk 27-26 en hann var mjög kaflaskiptur og í raun spennandi fram á síðustu sekúndu. Fyrir leikinn voru liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sætið. Ég held að það sé auðvelt að fullyrða það að ég hef aldrei séð jafn léleg gæði í upphafi leiks og í dag. Skotnýtingin var vægast sagt ömurleg og tæknifeilar á hverju strái. Eftir rúmt korter var Fram fjórum mörkum yfir en þá hafði Guðrún Ósk Maríasdóttir verið gjörsamlega frábær í markinu. Hún hélt uppteknum hætti út allan leikinn og varði alls 26 skot og þar af tvö vítaköst. ÍBV saxaði hægt og þétt á forskotið og með sterkari vörn tókst þeim að jafna leikinn þegar gengið var til búningsherbergja. ÍBV átti frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks og hélt sá kafli áfram í upphafi síðari hálfleiks. Liðið var komið fjórum mörkum yfir eftir 35 mínútur og virtist ekki ætla láta forystuna af hendi. Ester Óskarsdóttir átti frábæran leik hjá ÍBV og var oft lausn ÍBV eftir langar sóknir. Hún gerði tíu mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Ragnheiður Júlíusdóttir var alls ekki síðri hjá Fram en hún gerði þrettán mörk í leiknum og mörg hver af rúmum tíu metrum. Hún kom Fram yfir 25-26 en þá var rúm mínúta eftir og í fyrsta skiptið sem Fram var yfir í síðari hálfleik. Greta Kavaliuskaite fiskaði eitt af sínum þremur vítaköstum í dag í næst síðustu sókn ÍBV en þar skoraði Vera Lopes og jafnaði metin. Það var síðan Ester Óskarsdóttir sem vann leikinn í síðustu sókn ÍBV undir lokin þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Fram náði ekki að jafna metin í síðustu sókn leiksins en þar varði Erla Rós Sigmarsdóttir fjórtánda skot sitt eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir stökk upp á þrettán metrunum. ÍBV því eins og áður segir komið upp í 2. sætið en Fram situr enn í fimmta sætinu eftir sigur á Val í síðustu umferð.Hrafnhildur er að gera góða hluti í Eyjum.vísir/valliHrafnhildur Ósk: Hefði verið mér að kenna ef við hefðum tapað „Frábær sigur og þetta varð ótrúlega spennandi, við lendum undir eftir að við erum búnar að koma okkur í þægilega stöðu þá misstum við það niður aftur,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir nauman eins marks sigur á Fram. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið voru með marga tæknifeila og glötuð 100% færi en samt gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 26 skot, ÍBV átti í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá henni. „Sem betur fer fyrir okkur var Erla frábær hjá okkur líka og það bjargar þessu. Klárlega dagur markvarðanna þær voru frábærar báðar tvær.“ Hrafnhildur var skælbrosandi á hliðarlínunni allan leikinn, hvers vegna? „Stebbi er alltaf í ruglinu þarna hinum megin og alltaf eitthvað að kynda undir og gera grín þannig það var Stebba að þakka held ég.“ „Þetta er búin að vera frábær vika, ég var hrædd um að ég hafi keyrt þær of mikið út og þær yrðu þreyttar í dag. Ef við hefðum tapað hefði það pottþétt verið mér að kenna.“ „Ég er á leið á þjálfaranámskeið erlendis og missi af næsta leik og svo kem ég tvíefld til baka.“Stefán Arnarson: Ragnheiður stóð uppúr í dag „Hundsvekktur að tapa hérna, ég er ósáttur við fyrri hálfleikinn. við erum með yfirburði. Klikkum á níu sex metra færum, við hefðum átt að gera mun betur þar og þá er betri staða í hálfleik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram eftir grátlegt eins marks tap í Eyjum. „ÍBV er sterkari lungað af síðari hálfleik, svo komum við til baka og ég er þokkalega sáttur við það en við áttum að gera betur í dag.“ Fram fékk fimm tveggja mínútna brottvísanir í leiknum en ÍBV ekki eina einustu. Finnst Stefáni halla á Fram í dómgæslu í dag? „Anton og Jónas eru frábærir dómarar en það segir sig sjálft, þegar tvö jöfn lið eru að mætast. Ef þú ert í tíu mínútur einum færri og hitt liðið aldrei þá hefur það klárlega áhrif á leikinn. ÍBV liðið kemst yfir á þessum kafla sem við erum færri,“ sagði Stefán en við þetta má bæta að ÍBV fékk sjö víti gegn einungis þremur hjá Fram. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þrettán mörk í dag og hélt Fram inni í leiknum á löngum kafla. „Ragnheiður var mjög flott, við erum með marga flotta leikmenn og hún stóð uppúr í dag, það hefðu kannski fleiri leikmenn mátt stíga upp því við getum betur en í dag.“ „Guðrún er búin að eiga frábært tímabil en það dugar ekki þegar við töpum leikjum, sérstaklega á móti sterkari liðunum.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira
Eyjastúlkur unnu í dag sterkan eins marks sigur á Fram í leik um annað sætið í Eyjum. Leiknum lauk 27-26 en hann var mjög kaflaskiptur og í raun spennandi fram á síðustu sekúndu. Fyrir leikinn voru liðin í fjórða og fimmta sæti deildarinnar en með sigrinum lyfti ÍBV sér upp í 2. sætið. Ég held að það sé auðvelt að fullyrða það að ég hef aldrei séð jafn léleg gæði í upphafi leiks og í dag. Skotnýtingin var vægast sagt ömurleg og tæknifeilar á hverju strái. Eftir rúmt korter var Fram fjórum mörkum yfir en þá hafði Guðrún Ósk Maríasdóttir verið gjörsamlega frábær í markinu. Hún hélt uppteknum hætti út allan leikinn og varði alls 26 skot og þar af tvö vítaköst. ÍBV saxaði hægt og þétt á forskotið og með sterkari vörn tókst þeim að jafna leikinn þegar gengið var til búningsherbergja. ÍBV átti frábæran kafla undir lok fyrri hálfleiks og hélt sá kafli áfram í upphafi síðari hálfleiks. Liðið var komið fjórum mörkum yfir eftir 35 mínútur og virtist ekki ætla láta forystuna af hendi. Ester Óskarsdóttir átti frábæran leik hjá ÍBV og var oft lausn ÍBV eftir langar sóknir. Hún gerði tíu mörk í leiknum og fiskaði tvö vítaköst. Ragnheiður Júlíusdóttir var alls ekki síðri hjá Fram en hún gerði þrettán mörk í leiknum og mörg hver af rúmum tíu metrum. Hún kom Fram yfir 25-26 en þá var rúm mínúta eftir og í fyrsta skiptið sem Fram var yfir í síðari hálfleik. Greta Kavaliuskaite fiskaði eitt af sínum þremur vítaköstum í dag í næst síðustu sókn ÍBV en þar skoraði Vera Lopes og jafnaði metin. Það var síðan Ester Óskarsdóttir sem vann leikinn í síðustu sókn ÍBV undir lokin þegar höndin var komin upp hjá dómurum leiksins. Fram náði ekki að jafna metin í síðustu sókn leiksins en þar varði Erla Rós Sigmarsdóttir fjórtánda skot sitt eftir að Ragnheiður Júlíusdóttir stökk upp á þrettán metrunum. ÍBV því eins og áður segir komið upp í 2. sætið en Fram situr enn í fimmta sætinu eftir sigur á Val í síðustu umferð.Hrafnhildur er að gera góða hluti í Eyjum.vísir/valliHrafnhildur Ósk: Hefði verið mér að kenna ef við hefðum tapað „Frábær sigur og þetta varð ótrúlega spennandi, við lendum undir eftir að við erum búnar að koma okkur í þægilega stöðu þá misstum við það niður aftur,“ sagði Hrafnhildur Ósk Skúladóttir, þjálfari ÍBV eftir nauman eins marks sigur á Fram. „Þetta var mjög sveiflukenndur leikur þar sem bæði lið voru með marga tæknifeila og glötuð 100% færi en samt gríðarlega mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Guðrún Ósk Maríasdóttir átti stórleik í marki Fram og varði 26 skot, ÍBV átti í erfiðleikum með að koma boltanum framhjá henni. „Sem betur fer fyrir okkur var Erla frábær hjá okkur líka og það bjargar þessu. Klárlega dagur markvarðanna þær voru frábærar báðar tvær.“ Hrafnhildur var skælbrosandi á hliðarlínunni allan leikinn, hvers vegna? „Stebbi er alltaf í ruglinu þarna hinum megin og alltaf eitthvað að kynda undir og gera grín þannig það var Stebba að þakka held ég.“ „Þetta er búin að vera frábær vika, ég var hrædd um að ég hafi keyrt þær of mikið út og þær yrðu þreyttar í dag. Ef við hefðum tapað hefði það pottþétt verið mér að kenna.“ „Ég er á leið á þjálfaranámskeið erlendis og missi af næsta leik og svo kem ég tvíefld til baka.“Stefán Arnarson: Ragnheiður stóð uppúr í dag „Hundsvekktur að tapa hérna, ég er ósáttur við fyrri hálfleikinn. við erum með yfirburði. Klikkum á níu sex metra færum, við hefðum átt að gera mun betur þar og þá er betri staða í hálfleik,“ sagði Stefán Arnarson, þjálfari Fram eftir grátlegt eins marks tap í Eyjum. „ÍBV er sterkari lungað af síðari hálfleik, svo komum við til baka og ég er þokkalega sáttur við það en við áttum að gera betur í dag.“ Fram fékk fimm tveggja mínútna brottvísanir í leiknum en ÍBV ekki eina einustu. Finnst Stefáni halla á Fram í dómgæslu í dag? „Anton og Jónas eru frábærir dómarar en það segir sig sjálft, þegar tvö jöfn lið eru að mætast. Ef þú ert í tíu mínútur einum færri og hitt liðið aldrei þá hefur það klárlega áhrif á leikinn. ÍBV liðið kemst yfir á þessum kafla sem við erum færri,“ sagði Stefán en við þetta má bæta að ÍBV fékk sjö víti gegn einungis þremur hjá Fram. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði þrettán mörk í dag og hélt Fram inni í leiknum á löngum kafla. „Ragnheiður var mjög flott, við erum með marga flotta leikmenn og hún stóð uppúr í dag, það hefðu kannski fleiri leikmenn mátt stíga upp því við getum betur en í dag.“ „Guðrún er búin að eiga frábært tímabil en það dugar ekki þegar við töpum leikjum, sérstaklega á móti sterkari liðunum.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Túlkurinn stal meira en tveimur milljörðum króna Sport Maguire hetja United í bikarnum Enski boltinn LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum Körfubolti Danska sambandið græddi meira en átta hundruð milljónir Fótbolti „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Körfubolti Andri Lucas skoraði í kvöld Fótbolti Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Handbolti ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Íslenski boltinn „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Fleiri fréttir HK-ingar byrja vel eftir HM-frí en Haukarnir byrja illa Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Dagur fær tækifæri á stóra sviðinu: Risa gluggi til að sýna mig og sanna“ Haukar, Fram og Grótta í bikarúrslitin Aldís Ásta bjó til tíu mörk í stórsigri Valskonur byrjuðu Eyjadagana sína á því að komast í bikarúrslitin Guðmundur hættir sem formaður HSÍ Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Frábær fyrri hálfleikur dugði ekki Elínu Jónu og félögum Valskonur halda besta markverði deildarinnar til 2028 Fjórir íslenskir leikmenn skoruðu í sigri Kolstad Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Sjá meira