Bíllinn er búinn ýmsum skynjurum sem gerir honum kleyft að stýra sjálfum, skipta um akreinar og leggja sjálfur í stæði. Það virkar greinilega einnig til að bíllinn aki hnökralaust inn í bílskúr.
Sum myndböndin sýna einnig hvernig bíllinn virðist skynja hlut sem kemur aðvífandi að honum, bíllinn gefur í og forðar þar með umferðarslysi. Önnur sýna hins vegar hvernig bíllinn er hættulega nálægt því að aka út af.
Myndband af bílnum leggja inn í skúr má sjá hér að neðan.