Ætla mér að vinna Ólympíugull Kristinn Páll Teitsson skrifar 13. ágúst 2015 06:30 Helgi kastar af krafti. Fréttablaðið/getty „Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
„Þetta er búið að vera á teikniborðinu mjög lengi sem gerir það að verkum að það er ennþá sætara að hafa loksins náð þessu,“ sagði Helgi Sveinsson, spjótkastari úr Ármanni, í samtali við Fréttablaðið í gær en Helgi setti nýtt heimsmet í spjótkasti fatlaðra í flokki F-42. Var þetta í þriðja sinn sem Helgi kastaði lengra en fyrra heimsmet en þetta var í fyrsta sinn sem hann gerði það á móti sem er viðurkennt af Alþjóðafrjálsíþróttasamtökum fatlaðra.Stór áfangi að ná þessu „Þetta er mjög skrýtið í íþróttaheimi fatlaðra, það er tekin ákvörðun um hvort mót teljist vera gild á skrifstofu nefndarinnar og ef þetta er ekki á slíku móti telst kastið ekki til metabókanna,“ sagði Helgi sem furðaði sig á þessu. „Ég fékk þessi fyrri tvö köst ekki gild þrátt fyrir að allt saman væri eftir bókinni. Þetta eru reglurnar og það er víst ekki hægt að breyta þeim neitt svo ég þurfti bara að endurtaka leikinn úti,“ sagði Helgi en hann setti metið í Noregi. Helgi er heims- og Evrópumeistari í greininni og hann náði loksins heimsmetinu af Fu Yanlong með 56,04 metra kasti. Fu setti sitt met á Ólympíuleikunum 2012 með kasti upp á 52,79 metra og bætti Helgi því metið um rúmlega þrjá metra en hann hafði áður kastað 53,06 metra á mótinu í Noregi. „Þetta er stór áfangi. Ég vissi að ég gæti þetta en það er gott að ég náði að klára þetta og stimpla mig inn og sýna að ég sé ekkert í þessu til gamans. Ég er að þessu til þess að ná árangri.“Stækkar sjóndeildarhringinn Helgi verður meðal þátttakenda á Ólympíuleikum fatlaðra í Ríó á næsta ári en keppt verður í flokkum F42-44 saman. Helgi sagði að metið myndi gefa honum aukinn kraft við æfingar fyrir Ólympíuleikana. „Þetta stækkar sjóndeildarhringinn í markmiðum fyrir Ólympíuleikana. Núna get ég reynt að leggja meira á mig til þess að ná settum markmiðum og markmiðin stækka á sama tíma. Stefnan er auðvitað að verða Ólympíumeistari og það hefur verið markmið mitt lengi. Þetta markmið kom fyrr en ég bjóst við og þetta á bara eftir að gefa mér aukinn kraft við æfingarnar.“Allur frítími minn fer í þetta Helgi hefur undanfarna mánuði minnkað við sig vinnu til þess að geta nýtt tímann betur til æfinga. Hann segir að það hafi borgað sig og að hann hafi tekið miklum framförum á þessum tíma. „Ég hef unnið hjá Össuri í gegn um allan minn spjótkastsferil en ég ákvað fyrir stuttu að minnka við mig vinnu til þess að geta náð markmiðum mínum í íþróttinni. Það hefur skilað sér, bæði hef ég fundið fyrir því og þjálfarar mínir segja að það sé auðvelt að sjá bætinguna undanfarna mánuði.“ Helgi hefur nýtt allan þann frítíma sem hann hefur til þess að æfa en hingað til hefur hann að mestu greitt kostnað við þetta sjálfu „Það er eiginlega það erfiðasta í þessu, ég er varla með styrktaraðila í þessu. Frítíminn minn frá vinnu og mínir eigin peningar hafa farið í þessa íþrótt en það sem drífur mig áfram er þorstinn í árangur. Ég hef fórnað ýmsu til þess að ná markmiðum mínum á undanförnum árum,“ sagði Helgi.Dreymir um atvinnumennsku Helgi sagði að draumurinn væri að fá styrktaraðila sem gerði það að verkum að hann gæti einbeitt sér alfarið að æfingum árið fyrir leikana. „Stærsti draumurinn er að fá styrktaraðila næsta árið sem gerði það að verkum að ég gæti einbeitt mér algerlega að því að æfa fyrir Ríó. Þá yrði ég fyrsti maðurinn í íþróttagrein fatlaðra á Íslandi sem væri atvinnumaður með það að markmiði að ná gulli í Ríó. Þá gæti ég einbeitt mér að því að æfa tvisvar á dag og einbeitt mér betur að undirbúningnum.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Körfubolti