Bakkelsisfárið Stjórnarmaðurinn skrifar 12. ágúst 2015 09:15 Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Verslun Dunkin' Donuts var opnuð á dögunum á Laugavegi, en líklegt er að móttökurnar hafi farið fram úr björtustu vonum þeirra sem að standa. Löng röð myndaðist strax kvöldið fyrir opnunina, og samkvæmt því sem fram kom í fjölmiðlum seldust um 16 þúsund kleinuhringir fyrsta daginn. Lítið virðist vera að draga úr hungri Reykvíkinga í kleinuhringi, en þegar þetta er ritað tæpri viku síðar horfir stjórnarmaðurinn út á Laugaveg þar sem röðin sniglast í átt að Bankastræti. Margir hafa þó orðið til þess að furða sig á vinsældunum og hafa sakað gesti staðarins um lágmenningu, lágkúru og fleira í þeim dúr. Þetta hefur verið sérstaklega áberandi meðal fjölmiðlamanna sem hafa látið sleggjudóma sem þessa falla í útvarpi, á samfélagsmiðlum og víðar. Einhverjir hafa meira að segja gefið í skyn að með því að kaupa varning frá Dunkin' Donuts sé fólk með einhverjum hætti að sýna þjóð sinni óhollustu, eins og fólki eigi að renna blóðið til skyldunnar og gæða sér á dönskuskotnu bakarískruðeríi í staðinn (sem er í flestum tilvikum innflutt frosið). Stjórnarmaðurinn hefur alla tíð átt erfitt með að skilja menningarlega hreinræktarstefnu á borð við þessa. Hvernig er Dunkin' Donuts t.d. frábrugðið rótgrónum kaffihúsum eins og Kaffitári eða Te og kaffi? Dunkin' Donuts er vitanlega rekið samkvæmt sérleyfi og ber erlent nafn, en í báðum tilvikum er um að ræða íslenska rekstraraðila, og í báðum tilvikum er verið að flytja nýja siði til landsins. Eða er kaffi og croissant allt í einu orðið íslenskara en kaffi og kleinuhringur? Vitanlega ekki. Eru það sömuleiðis orðin sérstök mannréttindi að fá að kaupa mjólkurkaffi á 600 krónur í miðbænum, og að geta ekki nálgast ódýrari kost nema með því að fara upp í bíl og aka á næstu bensínstöð? Mögulega mætti gagnrýna Dunkin' Donuts og fleiri staði á grundvelli lýðheilsusjónarmiða, en þá skal eitt yfir alla ganga – pitsur, hamborgara, kleinur, vínarbrauð og djöflatertur þurfa sömuleiðis að víkja. Er samt ekki bara einfaldast að fólk fái að bera sjálft ábyrgð á því hvað það lætur ofan í sig?Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2023 - kosning Samstarf S8 selst tvöfalt hraðar en forverarnir Viðskipti innlent Í stórfellda útrás með tækni til rækjuvinnslu Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Íslenskar áhrifakonur hjá eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlanda Atvinnulíf Ólafur Adolfsson eignast apótekið aftur Viðskipti innlent Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira