Diguryrðin yfirgnæfðu Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Donald Trump, lengst til hægri, ásamt Ben Carson og Scott Walker í kappræðunum á fimmtudagskvöld. nordicphotos/AFP Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira
Níu repúblikanar stóðu að mestu ráðþrota á sviðinu gagnvart Donald Trump, sem að venju sagði það sem honum sýndist í fyrstu sjónvarpskappræðunum fyrir forkosningar Repúblikanaflokksins. Digurbarkaleg ummæli hans vöktu langmesta athygli áhorfenda jafnt sem fjölmiðla víða um heim. Mörgum fannst nóg um: „Þessi apaköttur ætlar að verða forseti Bandaríkjanna,“ sagði í fyrirsögn á fréttavef þýska tímaritsins Der Spiegel. Mótframbjóðendurnir níu, sem allir sækjast eftir því að verða forsetaefni flokksins, reyndu flestir að svara spurningum stjórnenda umræðnanna af alvöru, en uppskáru fyrir vikið ekki sömu athyglina. Trump hefur undanfarnar vikur borið höfuð og herðar yfir meðframbjóðendur sína í skoðanakönnunum. Hann kemst þó ekki með tærnar þar sem Hillary Clinton, líklegasti frambjóðandi Demókrataflokksins, hefur hælana. Í The New York Times fullyrðir hins vegar dálkahöfundurinn Nate Cohn að hvorki Donald Trump né Jeb Bush, sem hefur næstmesta fylgið í skoðanakönnunum, hafi verið á meðal sigurvegara kvöldsins. „Að sigra í forkosningaumræðum snýst ekki um að slá fram bestu setningunum eða uppskera mesta klappið. Fyrir frambjóðendur í fremstu röð er þetta áheyrnarprufa fyrir flokkseigendurna, fjársterka stuðningsmenn,“ segir Cohn. „Takmarkið er ekki að heilla fjöldann eða ná langt í skoðanakönnunum, heldur að vekja traust, að sýna fram á getu þeirra til þess að sigra og ráða við forsetaembættið.“ Enn sem komið er geta skoðanakannanir engan veginn gefið neinar marktækar vísbendingar um það hver úrslitin gætu orðið úr forkosningum flokkanna tveggja. Forkosningarnar hefjast ekki fyrr en snemma á næsta ári og úrslit verða ekki ljós fyrr en næsta sumar, en forsetakosningarnar sjálfar eru svo í byrjun nóvember. Trump virðist hins vegar staðráðinn í að bjóða sig fram til forseta, hvort sem hann verður fyrir valinu sem forsetaefni Repúblikanaflokksins eða ekki.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Erlent Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Erlent Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun Innlent Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa Erlent Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Erlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent Fleiri fréttir Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Sjá meira