Vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að komast í úrslitin Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. ágúst 2015 07:00 Þessi tvítuga sundkona hefur heldur betur slegið í gegn í Kazan. Vísir/Stefán „Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn. Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
„Það er erfitt að lýsa þessu, ég er alveg í skýjunum og þetta hefur gengið mun betur en ég hefði þorað að vona. Ég gæti ekki beðið um neitt meira,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir, sundkona úr Ægi, þegar náð var á hana í Rússlandi í gær. Eygló setti í gær nýtt Íslands- og Norðurlandamet í tvígang á Heimsmeistaramótinu í Kazan. Eygló syndir í úrslitasundi í 200 metra baksundi í 50 metra laug í dag. Verður það í fyrsta sinn sem hún keppir í úrslitum á Heimsmeistaramótinu. Fylgir hún í fótspor Hrafnhildar Lúthersdóttir sem varð á dögunum fyrsta íslenska konan sem synti í úrslitum á HM.Þurfti að halda einbeitingunni Eygló hefur, líkt og liðsfélagar hennar, staðið sig gríðarlega vel í Rússlandi en Íslandsmet hafa fallið að því er virðist á hverjum degi. „Markmið mitt var að komast í úrslit og ég vissi að ég þyrfti líklegast að setja nýtt met til þess að keppa í úrslitunum,“ sagði Eygló sem keppti í sterkum undanúrslitum en alls komust fimm keppendur úr undanúrslitariðli Eyglóar í úrslitin. „Maður keppir alltaf við sjálfan sig en vitandi af jafn góðum mótherjum gaf mér aukinn kraft. Ég var örlítið stressuð fyrir undanúrslitasundið enda var ég að keppa við konur sem ég hef fylgst með síðan ég var krakki en ég þurfti að vera einbeitt. Ég þurfti að koma því inn í hausinn á mér að til þess að verða betri yrði ég að synda hraðar en þær,“ sagði Eygló, sem tók undir að tilfinningin væri góð að koma í mark á betri tíma en æskufyrirmyndirnar. „Ég er enn að átta mig á því að ég hafi komið í mark á undan sumum af þessum konum, það er ótrúleg tilfinning.“Hvatning fyrir ungt sundfólk Eygló sagði samheldnina hjá íslenska sundfólkinu frábæra á mótinu. Hefur árangur íslenska liðsins leitt til þess að keppinautar hafa lofsamað íslenska sundfólkið. „Við erum að stíga upp sem þjóð í þessari íþróttagrein og keppendur frá öðrum þjóðum hafa tekið sér tíma til að óska okkur til hamingju með árangurinn á mótinu,“ sagði Eygló sem var stolt af því að tvær sundkonur hefðu synt til úrslita á Heimsmeistaramótinu í Kazan. „Þetta hvetur vonandi áfram ungt sundfólk á Íslandi. Þetta leiðir vonandi til þess að þau átta sig á því að þau geti synt til úrslita á jafn stóru móti í framtíðinni. Ef að við getum þetta þá geta aðrir þetta líka með réttu æfingunni og réttum áherslum,“ sagði Eygló sem syndir að lokum með boðsundssveit Íslands á sunnudaginn.
Sund Tengdar fréttir Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55 Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18 Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08 Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53 Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10 Mest lesið Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Uppgjörið: LASK - Víkingur 1-1 | Víkingar fara í umspilseinvígi eftir áramót Fótbolti Stjórnarmennirnir gátu ekki horft í augun á Frey Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Körfubolti Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Handbolti Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Enski boltinn Áfall bætist við ógöngur Man. City Enski boltinn Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki Körfubolti Fleiri fréttir Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Meikle skaut Littler skelk í bringu Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Haltur Mahomes skoraði snertimark Dobey áfram en úrslitin alls ekki öll eftir bókinni Juric tekinn við Southampton Kolstad vann toppslaginn Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Dana áberandi í síðasta leik ársins Usyk vill að Fury snyrti skeggið sitt Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Fjögurra ára bann fyrir fölsun ferðaskjala Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Van Gerwen ætlar ekki að horfa á Luke Littler í kvöld Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Fékk ráð frá Zelenskyj fyrir bardagann á móti Fury Sjá meira
Eygló Ósk setti Íslandsmet og komst í undanúrslitin Ægiringurinn Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér í morgun sæti í undanúrslitum í 200 metra baksundi á Heimsmeistaramótinu í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi. 7. ágúst 2015 07:55
Eygló Ósk bætti einnig Norðurlandametið í morgun Eygló Ósk Gústafsdóttir bætti ekki aðeins Íslandsmetið sitt í 200 metra baksundi á HM í Kazan í morgun því hún átti einnig Norðurlandametið sem féll því á sama tíma. 7. ágúst 2015 11:18
Hrafnhildur og Eygló Ósk náðu lágmörkum fyrir ÓL 2016 Eins og fram kom á Vísi í morgun settu sundkonurnar Eygló Ósk Gústafsdóttir og Hrafnhildur Lúthersdóttir Íslandsmet á HM í sundi í Kazan í Rússlandi. 3. ágúst 2015 13:08
Hrafnhildur og Eygló settu báðar Íslandsmet Tvö Íslandsmet féllu á heimsmeistaramótinu í sundi í Kazan í Rússlandi í morgun. 3. ágúst 2015 10:53
Eygló Ósk aftur með Norðurlandamet og komst í úrslitin Eygló Ósk Gústafsdóttir tryggði sér sæti í úrslitasundi í 200 metra baksundi á HM í sundi í 50 metra laug í Kazan í Rússlandi og setti um leið Íslands- og Norðurlandamet. 7. ágúst 2015 15:10