Fyrsta Boeing 767-300ER-flugvél Icelandair kom til landsins í gær eftir afhendingarflug frá Shannon á Írlandi. Vélin tekur um 260 farþega. Von er á annarri Boeing 767-vél á næstunni.
767-vélarnar eru keyptar til að leysa af tvær leiguvélar af gerðinni 757, en flugvélarnar eru líkar að mörgu leyti hvað varðar þjálfun áhafna og viðhald.
Vélin ber skráninguna TS-ISN en bar áður skráninguna VQ-BVD og var í eigu Nordwind Airlines.
