Sonur minn er enginn hommi Birta Björnsdóttir skrifar 7. ágúst 2015 07:00 Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi fullyrðing mín er sönn. Ég vona hins vegar að þegar að því kemur að hann fari að renna hýru auga í einhverja átt skipti það hvorki hann né aðra nokkru máli í hvaða átt það verður. Það var nógu beyglað að vera skotin í einhverjum sem unglingur. Lífsins ómögulegt var að stjórna því hverjum manni fannst sætastur og fiðringurinn í maganum kom alveg ósjálfrátt sæi maður viðkomandi bregða fyrir á göngum skólans. Ég get ekki ímyndað mér að við bættust áhyggjur yfir því að tilfinningar manns væru á einhvern hátt rangar og ekki samþykktar af samfélaginu. Ef Gylfi Ægis heldur að gleðigangan gangi út á að troða typpasleikjóum upp á börn verður hann að eiga það við sig. Það sama má segja um sjálfskipaða fortíðardrauga sem velja af kostgæfni nokkrar setningar úr Biblíunni fordómum sínum til stuðnings. Líkt og Guð sjálfur hafi nýverið sent þeim skilaboð með skoðunum sínum á samkynhneigð og biðji þá að breiða út þann boðskap umfram aðra mörg þúsund ára dellu sem engum dettur í hug að nota máli sínu til stuðnings í nútímasamfélagi. Kærleiksboðskapur trúarrita er látinn liggja milli hluta. Hinsegin dagar hafa lyft grettistaki í málefnum samkynhneigðra. Hampað þeim sjálfsögðu mannréttindum sem fámennur hópur hóf að berjast fyrir á síðustu áratugum síðustu aldar. Sú barátta var þyrnum stráð og skyldi aldrei vanmeta þær svívirðingar, ofbeldi og óréttlæti sem baráttufólkið þurfti að sæta fyrir það eitt að vera þau sjálf. Við getum sannarlega glaðst yfir þeim góða árangri sem náðst hefur eftir hina eljusömu baráttu en við erum ekki alveg komin á leiðarenda. Því miður. Það sanna áðurnefnd dæmi því enn finnast þó nokkrir einstaklingar í samfélaginu sem telja sig hafa umboð til að fordæma líf og tilveru annars fólks. Þó manni finnist þess háttar ummæli dæma sig sjálf meiða þau og særa og eru ólíðandi. Þess vegna eru Hinsegin dagar mikilvægir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Björnsdóttir Hinsegin Mest lesið Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun
Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvort þessi fullyrðing mín er sönn. Ég vona hins vegar að þegar að því kemur að hann fari að renna hýru auga í einhverja átt skipti það hvorki hann né aðra nokkru máli í hvaða átt það verður. Það var nógu beyglað að vera skotin í einhverjum sem unglingur. Lífsins ómögulegt var að stjórna því hverjum manni fannst sætastur og fiðringurinn í maganum kom alveg ósjálfrátt sæi maður viðkomandi bregða fyrir á göngum skólans. Ég get ekki ímyndað mér að við bættust áhyggjur yfir því að tilfinningar manns væru á einhvern hátt rangar og ekki samþykktar af samfélaginu. Ef Gylfi Ægis heldur að gleðigangan gangi út á að troða typpasleikjóum upp á börn verður hann að eiga það við sig. Það sama má segja um sjálfskipaða fortíðardrauga sem velja af kostgæfni nokkrar setningar úr Biblíunni fordómum sínum til stuðnings. Líkt og Guð sjálfur hafi nýverið sent þeim skilaboð með skoðunum sínum á samkynhneigð og biðji þá að breiða út þann boðskap umfram aðra mörg þúsund ára dellu sem engum dettur í hug að nota máli sínu til stuðnings í nútímasamfélagi. Kærleiksboðskapur trúarrita er látinn liggja milli hluta. Hinsegin dagar hafa lyft grettistaki í málefnum samkynhneigðra. Hampað þeim sjálfsögðu mannréttindum sem fámennur hópur hóf að berjast fyrir á síðustu áratugum síðustu aldar. Sú barátta var þyrnum stráð og skyldi aldrei vanmeta þær svívirðingar, ofbeldi og óréttlæti sem baráttufólkið þurfti að sæta fyrir það eitt að vera þau sjálf. Við getum sannarlega glaðst yfir þeim góða árangri sem náðst hefur eftir hina eljusömu baráttu en við erum ekki alveg komin á leiðarenda. Því miður. Það sanna áðurnefnd dæmi því enn finnast þó nokkrir einstaklingar í samfélaginu sem telja sig hafa umboð til að fordæma líf og tilveru annars fólks. Þó manni finnist þess háttar ummæli dæma sig sjálf meiða þau og særa og eru ólíðandi. Þess vegna eru Hinsegin dagar mikilvægir.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun