Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þingmaður VG segir ástandið vera óþolandi fyrir foreldra vísir/vilhelm „Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís. Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira
„Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís.
Alþingi Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Fleiri fréttir Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Sjá meira