Segir dagforeldrakerfið leið til að leysa óþolandi ástand Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. ágúst 2015 07:00 Þingmaður VG segir ástandið vera óþolandi fyrir foreldra vísir/vilhelm „Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís. Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira
„Það er ljóst að dagforeldrakerfið stendur varla undir nafni sem kerfi heldur er þetta miklu frekar viðbragð samfélagsins til þess að leysa ástand sem er óþolandi,“ segir Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs. Þar vísar hún til þess að í mörgum tilfellum er það tímabil sem líður milli þess sem fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær pláss á leikskóla brúað með vistun hjá dagforeldri.Svandís SvavarsdóttirÁ dögunum kom út ný skýrsla starfshóps á vegum menntamálaráðherra vegna þingsályktunar um leikskóla að loknu fæðingarorlofi. Svandís flutti tillöguna á Alþingi þar sem skýrslunnar var krafist. „Dagforeldrar eru mjög víða að vinna mjög góða vinnu. En það þarf að tryggja fagmennsku og öryggi þar sem börn eru annars vegar og það þarf að vera verkefni á ábyrgð samfélagsins að gera það,“ segir hún. Í þingsályktuninni sem Svandís flutti segir að algengt sé að leikskólar sveitarfélaganna veiti börnum ekki viðtöku fyrr en þau eru orðin 18–24 mánaða gömul. Foreldrar og forráðamenn ungbarna hafi því þurft að leita annarra leiða, sem oftast felast í því að vista börnin hjá dagmæðrum eða á einkareknum ungbarnaleikskólum.Halldór HalldórssonHalldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, segir það mat sitt að dagforeldrar hafi fyllt upp í bil sem sé mjög mikilvægt að fylla. „Ef Alþingi ákveður að gera leikskólann gjaldfrjálsan og/eða lækka inntökualdurinn þá er það ígildi verkefna. Þá er verið að stækka verkefnin og það myndi þýða það að við yrðum að ræða fjármögnunina upp á nýtt,“ segir Halldór. Aukið fjármagn þyrfti að koma frá ríkinu. Svandís segir að leikskólamálin séu eitt af þeim stóru málum sem varði helst lífsskilyrði ungra fjölskyldna á Íslandi. „Þetta er það einstaka mál fyrir utan húsnæðismálin sem er brýnast að kippa í liðinn,“ segir Svandís. Hún segir það mjög mikilvægt að svona stórt mál strandi ekki á hefðbundinni togstreitu milli ríkis og sveitarfélaga. „Þetta á að vera hluti af hinu opinbera kerfi sem tryggir almennilegt utanumhald um barnafjölskyldur frá því að barnið fæðist og fleytir því inn í skólakerfið,“ segir Svandís.
Alþingi Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent Fleiri fréttir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Sjá meira