Normalíseruð nauðgunarmenning Guðmundur Kristján Jónsson skrifar 31. júlí 2015 07:00 Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur sætt harðri gagnrýni fyrir opinbera þöggunartilburði í aðdraganda Þjóðhátíðar sem nú fer fram um helgina. Gagnrýnin er réttmæt og það er með ólíkindum að heyra málflutning af þessu tagi frá lögreglustjóra í bæjarfélagi þar sem kynferðisofbeldi hefur verið viðvarandi vandamál um hverja einustu verslunarmannahelgi árum saman. Í umræddu bréfi er af nógu að taka en það er einna helst eftirfarandi setning í upphafi bréfsins sem ætti að vera lögreglustjóranum og öðrum verulegt umhugsunarefni: „Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um.“ Í huga lögreglustjórans er spurningin ekki hvort heldur hvenær kynferðisbrotin koma upp á þessari fjölsóttustu útihátíð landsins. Einhverjir kunna að halda því fram að það sé ekki hægt að halda jafn fjölmenna útihátíð og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum án þess að nokkur kynferðisbrot eigi sér stað. Það má vel vera rétt en að sama skapi er það engin afsökun. Ef staðreyndin er sú að hátíðarstjórnendur geta ekki varið gesti sína gegn ofbeldismönnum þá þarf augljóslega að breyta eðli hátíðarinnar þannig að þeir sem bera ábyrgð á henni ráði við aðstæður. Ein nauðgun er einni nauðgun of mikið. Það væri óskandi að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sendi út bréf þar sem fram kæmi að ef að svo mikið sem einn gestur Þjóðhátíðar verður uppvís að því að beita aðra manneskju kynferðisofbeldi eða alvarlegu ofbeldi af öðrum toga þá verði hátíðin ekki haldin að nýju í óbreyttri mynd. Í stað þess að normalísera nauðgunarmenningu þarf að uppræta hana með afdráttarlausum hætti. Allt annað er óásættanlegt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Kristján Jónsson Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun
Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum hefur sætt harðri gagnrýni fyrir opinbera þöggunartilburði í aðdraganda Þjóðhátíðar sem nú fer fram um helgina. Gagnrýnin er réttmæt og það er með ólíkindum að heyra málflutning af þessu tagi frá lögreglustjóra í bæjarfélagi þar sem kynferðisofbeldi hefur verið viðvarandi vandamál um hverja einustu verslunarmannahelgi árum saman. Í umræddu bréfi er af nógu að taka en það er einna helst eftirfarandi setning í upphafi bréfsins sem ætti að vera lögreglustjóranum og öðrum verulegt umhugsunarefni: „Ég hef vakið athygli á því að þetta er sérstaklega mikilvægt þegar kynferðisbrot koma upp enda virðast þau vera það sem fjölmiðlar vilja helst fjalla um.“ Í huga lögreglustjórans er spurningin ekki hvort heldur hvenær kynferðisbrotin koma upp á þessari fjölsóttustu útihátíð landsins. Einhverjir kunna að halda því fram að það sé ekki hægt að halda jafn fjölmenna útihátíð og Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum án þess að nokkur kynferðisbrot eigi sér stað. Það má vel vera rétt en að sama skapi er það engin afsökun. Ef staðreyndin er sú að hátíðarstjórnendur geta ekki varið gesti sína gegn ofbeldismönnum þá þarf augljóslega að breyta eðli hátíðarinnar þannig að þeir sem bera ábyrgð á henni ráði við aðstæður. Ein nauðgun er einni nauðgun of mikið. Það væri óskandi að lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum sendi út bréf þar sem fram kæmi að ef að svo mikið sem einn gestur Þjóðhátíðar verður uppvís að því að beita aðra manneskju kynferðisofbeldi eða alvarlegu ofbeldi af öðrum toga þá verði hátíðin ekki haldin að nýju í óbreyttri mynd. Í stað þess að normalísera nauðgunarmenningu þarf að uppræta hana með afdráttarlausum hætti. Allt annað er óásættanlegt.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun