Formaður segir Tyrki ætla að ráðast á Kúrda í Sýrlandi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. júlí 2015 07:00 Þessir Kúrdar börðust við lögreglu í Tyrklandi nordicphotos/afp „Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu. Mið-Austurlönd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira
„Áætlunin um örugga svæðið er ætluð til að stöðva Kúrda en ekki Íslamska ríkið (ISIS). Tyrkir ættu að vinna með Kúrdum til að bola Íslamska ríkinu burt,“ sagði Selahattin Demirtas, formaður flokks Kúrda á tyrkneska þinginu, við BBC í gær. „Aukið samstarf verður nú á landamærasvæðinu og aukinni orku verður varið í samstarfið,“ sagði John Kirby, talsmaður utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna, en Bandaríkjastjórn og ríkisstjórn Tyrklands vinna nú að áætlun sem sögð er miða að því að bola Íslamska ríkinu burt frá landamærum Tyrklands og Sýrlands. Íslamska ríkið fer nú með völdin á 90 kílómetra landræmu á svæðinu. Á öðrum hlutum landamæranna fara YPG, hersveitir verkamannaflokks Kúrda (PYD) í Sýrlandi, með völdin. YPG hafa nýverið sakað Tyrki, sem vinna með þeim í baráttunni gegn Íslamska ríkinu, um að skjóta sig í bakið. Tyrkir blönduðu sér nýverið í baráttuna við Íslamska ríkið eftir árásir þess á Tyrkland, meðal annars á bæinn Suruc, nálægt landamærunum. YPG og PYD eru nátengd Verkamannaflokki Kúrda í Tyrklandi, PKK, sem Tyrkir gerðu ólöglegan á sínum tíma. Tyrkir varpa um þessar mundir sprengjum á bæði PKK og Íslamska ríkið úr lofti en PKK berjast einnig við Íslamska ríkið. Tyrkneska ríkisstjórnin lýsti því yfir í vikunni að árásir PKK á Tyrki gerðu friðarviðræður milli aðila ómögulegar, en deilur PKK og Tyrkja hafa stigmagnast undanfarnar vikur. Tyrkir líta bæði á Íslamska ríkið og PKK sem hryðjuverkasamtök. „Það er ómögulegt að ræða um frið við þá sem ógna þjóðaröryggi okkar og bræðralagi,“ sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, um PKK. „Tyrkneska ríkisstjórnin óttast stofnun sjálfstæðs ríkis Kúrda á svæði sem nú tilheyrir Sýrlandi,“ sagði Demirtas. Hann bætti því við að Erdogan, forseti Tyrklands, myndi aldrei leyfa því að gerast og myndi reyna að koma í veg fyrir stofnun ríkisins. Sama hvað nauðsynlegar aðgerðir kostuðu.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Biskup og prestar lýsa yfir stuðningi við Budde og boðskap hennar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Leyfið heyrir sögunni til Innlent Fleiri fréttir Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Sjá meira