Blikur á lofti í Kína Stjórnarmaðurinn skrifar 29. júlí 2015 12:00 Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með skjálfta á fjármálamörkuðum í Kína. Á mánudag féll hlutabréfavísitalan í Shanghai um 8 prósent sem og flestar aðrar kínverskar vísitölur, í annað skipti á einum mánuði. Síðast féll virði bréfanna 3 trilljónir bandaríkjadala (já, þrjár trilljónir) á einum degi. Margirhafa spáð því að efnahagshamfarir væru tryggar í Kína. Einkennin eru mörgum sem fylgdust með viðskiptum á árunum fyrir 2008 kunnugleg: gríðarleg skuldsetning fólks og fyrirtækja, ótrúlegar hækkanir á fasteignamarkaði, mikið lánsfé til fjárfestinga á lausu o.s.frv. Hagvöxtur hefur verið um og yfir 10% árum saman. Aðrir hafa komið kínversku efnahagslífi til varnar. Segja æ fleiri hafi unnið sig úr fátækt til bjargálna millistéttar, hagvöxturinn sé sjálfbær og haldi áfram. Það sé nú af einum og hálfum milljarði að taka. Lunginn af því fólki berjist enn fyrir bættum lífskjörum. Kína hefur árum saman verið framleiðsluland og séð Evrópu og Bandaríkjunum fyrir varningi á áður óþekktu verði. Það er ekki lengur svo að „made in China“ teljist skammaryrði, heldur hefur orðið til gríðarleg framleiðsluþekking í landinu. Vestræn fyrirtæki hafa því verið reiðubúin að sjá í gegnum fingur sér með mannréttindabrot, til að fá gæðavöru á góðu verði. Slíkt á auðvitað ekki að líðast og nauðsynlegt að neytendur taki afstöðu gegn fyrirtækjum sem verða uppvís að slíku. Kínverjar sjálfir vita þetta og hafa gert átak í réttindamálum verkamanna. En betur má ef duga skal. Það er öfugsnúið, en átakið veldur því að blikur eru á lofti í kínversku efnahagslífi. Meðallaun og aðstæður verkamanna hafa batnað, svo framleiðsluverð hækkar. Kínverskar verksmiðjur taka greiðslu í bandaríkjadölum. Sterk staða dalsins veldur svo frekari verðhækkunum gagnvart þeim sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Það hefur dregið saman með framleiðsluverði í Kína og annars staðar. Með því að framleiða nær heimahögum geta fyrirtæki sparað flutningskostnað og stytt afhendingartíma með tilheyrandi hagræði fyrir fjárstreymið. Framleiðslufyrirtæki snúa því í auknum mæli baki við Kína. Enn að hlutabréfamarkaðnum. Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana, m.a. bannað sölu á tilteknum bréfum og bannað tilteknum aðilum að selja. Viðbrögð sem ekki myndu líðast í þroskuðu lýðræðisríki. Þú breytir ekki reglunum í miðjum leik. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að stíga varlega til jarðar og halda sig að mestu til hlés. Fjárfestar vilja ekki taka þátt á markaði þar sem stjórnvöld hafa alltaf úrslitaáhrif.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira
Forvitnilegt hefur verið að fylgjast með skjálfta á fjármálamörkuðum í Kína. Á mánudag féll hlutabréfavísitalan í Shanghai um 8 prósent sem og flestar aðrar kínverskar vísitölur, í annað skipti á einum mánuði. Síðast féll virði bréfanna 3 trilljónir bandaríkjadala (já, þrjár trilljónir) á einum degi. Margirhafa spáð því að efnahagshamfarir væru tryggar í Kína. Einkennin eru mörgum sem fylgdust með viðskiptum á árunum fyrir 2008 kunnugleg: gríðarleg skuldsetning fólks og fyrirtækja, ótrúlegar hækkanir á fasteignamarkaði, mikið lánsfé til fjárfestinga á lausu o.s.frv. Hagvöxtur hefur verið um og yfir 10% árum saman. Aðrir hafa komið kínversku efnahagslífi til varnar. Segja æ fleiri hafi unnið sig úr fátækt til bjargálna millistéttar, hagvöxturinn sé sjálfbær og haldi áfram. Það sé nú af einum og hálfum milljarði að taka. Lunginn af því fólki berjist enn fyrir bættum lífskjörum. Kína hefur árum saman verið framleiðsluland og séð Evrópu og Bandaríkjunum fyrir varningi á áður óþekktu verði. Það er ekki lengur svo að „made in China“ teljist skammaryrði, heldur hefur orðið til gríðarleg framleiðsluþekking í landinu. Vestræn fyrirtæki hafa því verið reiðubúin að sjá í gegnum fingur sér með mannréttindabrot, til að fá gæðavöru á góðu verði. Slíkt á auðvitað ekki að líðast og nauðsynlegt að neytendur taki afstöðu gegn fyrirtækjum sem verða uppvís að slíku. Kínverjar sjálfir vita þetta og hafa gert átak í réttindamálum verkamanna. En betur má ef duga skal. Það er öfugsnúið, en átakið veldur því að blikur eru á lofti í kínversku efnahagslífi. Meðallaun og aðstæður verkamanna hafa batnað, svo framleiðsluverð hækkar. Kínverskar verksmiðjur taka greiðslu í bandaríkjadölum. Sterk staða dalsins veldur svo frekari verðhækkunum gagnvart þeim sem gera upp í öðrum gjaldmiðlum. Það hefur dregið saman með framleiðsluverði í Kína og annars staðar. Með því að framleiða nær heimahögum geta fyrirtæki sparað flutningskostnað og stytt afhendingartíma með tilheyrandi hagræði fyrir fjárstreymið. Framleiðslufyrirtæki snúa því í auknum mæli baki við Kína. Enn að hlutabréfamarkaðnum. Stjórnvöld hafa gripið til ýmissa ráðstafana, m.a. bannað sölu á tilteknum bréfum og bannað tilteknum aðilum að selja. Viðbrögð sem ekki myndu líðast í þroskuðu lýðræðisríki. Þú breytir ekki reglunum í miðjum leik. Vonandi bera stjórnvöld gæfu til að stíga varlega til jarðar og halda sig að mestu til hlés. Fjárfestar vilja ekki taka þátt á markaði þar sem stjórnvöld hafa alltaf úrslitaáhrif.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Fleiri fréttir Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Sjá meira