Er ástæða til að verðlauna íslenska bankastjórnendur? Skjóðan skrifar 29. júlí 2015 10:30 Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira
Í nýbirtri álagningarskrá skattstjóra kemur fram að laun þeirra bankamanna sem voru í tekjublaði Frjálsrar verslunar hækkuðu um 200 þúsund á mánuði eða rösklega 10 prósent. Mánaðartekjurnar fóru úr 1,9 í 2,1 milljón. En þetta er ekki nóg. Bankamenn vilja meira. Starfsmenn Landsbankans fengu um árið hlut í bankanum sem umbun fyrir vel unnin störf við hámörkun eignasafna sem bankinn fékk á niðursettu verði út úr gamla Landsbankanum og nú vilja Íslandsbankamenn líka fá gefins hluta af sínum banka. Í Landsbankanum var hlutnum deilt á milli allra starfsmanna en stjórnendur Íslandsbanka átta sig á að slík dreifing þynnir óttalega mikið út þann hlut sem hver fær. Þess vegna eiga aðeins æðstu stjórnendur og stjórn bankans að fá kaupaukann. Þannig geta vel á annað hundrað milljónir runnið í vasa hvers og eins en ekki einhverjar skitnar par milljónir eins og yrði ef Landsbankaleiðin yrði farin. Þetta sér hver maður. Vísað er til hlutverks stjórnenda og stjórnar Íslandsbanka í tengslum við nauðasamninga (Glitnis væntanlega) annars vegar og sölu Íslandsbanka hins vegar til að réttlæta boðaðan kaupauka. Þar fór í verra. Engir nauðasamningar liggja fyrir þrátt fyrir að slitaferli Glitnis hafi staðið í sjö ár og engin sala er í burðarliðnum. Þessu til viðbótar má vitanlega nefna að æðstu stjórnendur Íslandsbanka og stjórn bankans hafa nákvæmlega ekkert með nauðasamninga Glitnis að gera. Sama gildir um mögulega sölu á Íslandsbanka – hún er alfarið á forræði eigenda bankans, sem eru kröfuhafar Glitnis og svo íslenska ríkið með 5 prósenta hlut. Mikill hagnaður bankanna frá hruni byggist á því að ávinningur af þeirri endurreisn hagkerfisins sem orðin er hefur að verulegu leyti runnið til bankanna í formi gríðarlega hárra vaxta og uppreiknaðra lána heimila og fyrirtækja, sem bankarnir fengu á niðursettu verði. Það er auðvelt að reka banka, sérstaklega í verðtryggðu umhverfi. Stjórnendur verða að passa upp á þrennt; aðeins að lána þeim sem eru líklegir til að borga til baka, hafa hærri vexti á útlánum en innlánum og halda öllum kostnaði í lágmarki, t.d. ekki byggja monthallir. Íslenskir bankamenn virðast bara skilja eitt af þessum þremur atriðum. Hvergi í heiminum er vaxtamunur meiri og óvíða fyrirfinnst dýrara bankakerfi. Erlendis tíðkast almennt ekki að greiða stjórnendum eða starfsmönnum viðskiptabanka kaupauka. Ástæða þessa er sú að viðskiptabankar eiga ekki að hámarka gróða heldur veita trausta og ódýra þjónustu. Ástandið á dýrasta bankamarkaði í heimi gefur ekki tilefni til að verðlauna stjórnendur íslenska bankakerfisins sérstaklega.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Viðskipti innlent Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Sjá meira