Hugleiðingar um hagsmuni Ögmundur Jónasson skrifar 24. júlí 2015 07:00 Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Skoðun Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Sjá meira
Klisjutal hefur jafnan verið versti óvinur málefnalegrar umræðu. Alhæfingar eru angi af slíku tali. Það breytir því ekki að stundum geta alhæfingar átt nokkurn rétt á sér því hægt er að ganga langt í að alhæfa um tiltekin þróunarferli. Það er til dæmis staðreynd að smásöluverslun á Íslandi hefur einkennst af því á undanförnum árum að nokkrar risaverslunarkeðjur hafa rutt litlum og millistórum verslunum úr vegi. Við þekkjum öll hvernig þetta hefur gengið fyrir sig. Stóra keðjan stillir framleiðendum vöru upp við vegg, heimtar afslátt langt umfram það sem hinir smærri dreifendur fá – enda „selji hún svo mikið.“ Það er vissulega rétt enda hafa stóru verslunarkeðjurnar náð sínu fram í skjóli sérstöðu sinnar. Sérstöðuna nýta þær sér síðan til að þjóna sérhagsmunum sínum. Ekki virðast þeir sérhagsmunir alltaf fara saman við almannahag nema síður sé.SVÞ ræðir sérhagsmuni Það eru ekki sérhagsmunir stóru verslunarkeðjanna sem þeir Andrés Magnússon og Lárus M. K. Ólafsson, framkvæmdastjóri og lögfræðingur Samtaka þjónustu og verslunar, SVÞ, gera að umtalsefni í blaðagrein í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Heldur sérhagsmunir íslenskra bænda. Þeir byrja grein sína á gamalkunnri klisju einsog til að minna á slíkan málflutning. Vísa þeir í ákvörðun sem tekin hafi verið „í skjóli nætur í reykfylltu bakherbergi við Austurvöll“ nú undir þinglokin um tolla á innflutta landbúnaðarvöru en umrædd ákvörðun hafi verið þess eðlis að slík vara muni verða dýrari en hún þyrfti að vera ef ekki væri verið að verja sérhagsmuni íslensks landbúnaðar. Þetta var inntakið. Eflaust var klisjan bara grín af þeirra hálfu. Engar ákvarðanir voru teknar í bakherbergjum, ekki er heldur reykt lengur í Alþingishúsinu og reyndar held ég að makkarar fyrr á tíð hafi ekki allir verið reykingamenn þótt hitt hafi ratað inn í hina lífsseigu klisju.Samkeppni og samvinna En ef við horfum framhjá gamanmálum þeirra félaga þá ber að taka málflutning þeirra alvarlega. Sú ákvörðun sem þeir vísa í snýst vissulega um hagsmuni. Þeir telja að frjálsræði í innflutningi landbúnaðarafurða og samkeppni hér innanlands sé góð og þjóni almannahag. Ég tel hins vegar fyrir mitt leyti að samvinnan skili okkur meiri árangri þegar upp er staðið; betri og heilnæmari vöru auk þess sem það er gríðarlegt hagsmunamál til langs tíma litið að hafa í landinu öflugan landbúnað. Umræðunnar um innlenda samkeppni í mjólkurframleiðslunni minnumst við frá því í vetur. Hún hverfðist um hagsmuni, annars vegar hagsmuni framleiðenda og neytenda og hins vegar smárra vinnslustöðva sem ekki vildu una því að framleiðendur ynnu saman að úrvinnslu vöru sinnar allt inn í hilluborðið í smásöluverslunum.Fasteignasalar og leigubílstjórar Sérhagsmuni og almannahagsmuni hefur borið mjög á góma í sumar. Ég ætla að nefna tvö áhugaverð dæmi. Fyrra dæmið er úr heimi fasteignasala og hið síðara leigubílstjóra. Ýmsir sem vilja stunda fasteignaviðskipti en hafa ekki haft til þess tilskilin leyfi hafa barist fyrir því frjálsræði að geta starfað án íþyngjandi regluverks og löggildinga og hafa einnig viljað standa utan samtaka fasteignasala. Staðhæft er að aukið frjálsræði og samkeppni án regluverks muni lækka verð. Félag fasteignasala hefur hins vegar haldið því til streitu að regluverk sé til þess fallið að vernda hagsmuni neytenda og samtökin sjái til þess að skemmd epli séu ekki liðin í stéttinni. Hið síðarnefnda sjónarmið hefur orðið ofan á. Þykir mér það gott okkar neytenda vegna. Skylt dæmi eru leigubílstjórar. Innanríkisráðherra segir að nú sé að renna upp tími þar sem leyfisveitingar heyri sögunni til og frjálsræði og samkeppni ráði ríkjum. Þessu er ákaft fagnað í leiðara Fréttablaðsins 11. júlí sl. en þar segir að í núverandi fyrirkomulagi séu fólgnar „ alvarlegar samkeppnishindranir“ sem einvörðungu séu við lýði til að „tryggja hagsmuni leyfishafa, efla verkefnisstöðu þeirra og auka tekjur. Tilgangurinn hafi aldrei verið að vernda neytendur: „Hræðsluáróður handhafa sérhagsmuna“ , sé til að slá ryki í augu neytenda.Réttindi og skyldur Þarna eru ekkert síður en í landbúnaðinum sérhagsmunir og almannahagsmunir á ferðinni. Mér finnst hins vegar leiðarahöfundur ganga of langt í fullyrðingum sínum. Ég hef fylgst vel með skini og skúrum í leigubílarekstri á Íslandi í langan tíma og hefur mér oftar en ekki þótt fara saman hagur neytenda og skipulagðrar samvinnu leigubílstjóra um öryggi og þjónustu. Hvað varðar frelsi í leigubílaakstri þarf einnig að ræða skyldurnar; um það hvernig skuli þjónað vöktunum á jólanótt og þegar lítið sem ekkert er að gera og þar með lítill ávinningur af akstrinum. Og hver ætlar að passa upp á að skemmd epli komist ekki inn í þennan rekstur? Þetta þarf alla vega að ræða og gaumgæfa vel áður en hrapað er að ákvörðunum um gerbreytt fyrirkomulag.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun