Betri stað fyrir betri spítala Hilmar Þór Björnsson skrifar 23. júlí 2015 07:00 Fljótlega eftir að ákveðið var að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík var samin skýrsla um staðsetningu sameinaðs sjúkrahúss. Skýrslan var gefin út í janúar 2002 og er að mestu faglega unnin og til þess fallin að taka ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut. Síðan skýrslan var gefin úr hefur allt breyst í umhverfinu, hvort heldur varðar skipulagslegt umhverfi, félagslegt eða fjárhagslegt. Staðsetning sjúkrahússins við Hringbraut stenst ekki lengur þann veruleika sem nú blasir við 13 árum síðar. Ástæðurnar eru margar. Nægir þar að nefna umferðamálin. Á skipulagi sem stuðst var við árið 2002 voru fyrirhuguð göng frá Landspítalanum undir Öskjuhlíð með tengingu við Kringlumýrarbraut í Fossvogi, og áfram undir Kópavog og alla leið að Reykjanesbraut við Smáralind. Önnur göng áttu að koma undir Þingholtin með tengingu spítalans við Sæbraut nálægt Hörpu. Gert var ráð fyrir mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Leggja átti Miklubraut í stokk við Klambratún. Flugvöllurinní Vatnsmýri og starfsemi þar var snar þáttur niðurstöðunnar. Nú liggur fyrir nýtt aðalskipulag Reykjavíkur þar sem allt þetta er lagt á hilluna. Árið 2004 var samin önnur skýrsla. Þar segir m.a. „...besti kosturinn er án efa bygging nýs sjúkrahúss frá grunni en ef ekki verður ráðist í svo fjárfreka framkvæmd nú verður að skoða aðrar leiðir“. Útreikningar hafa sýnt að það er um 20 milljörðum ódýrara að byggja á nýjum stað en að endurnóta og byggja við núverandi húsnæði. Þar fyrir utan hagnast þjóðfélagið um milljarða á ári hverju við að flytja sjúkrahúsið nær þungamiðju búsetunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðja skýrslan sem stundum er nefnd kom svo í febrúar 2008. Sú skýrsla er rýr og byggir ekki á neinum tilgreindum gögnum sem vitnað er í. Það er fullkomlega óábyrgt að byggja ákvörðun um staðsetningu spítalans á henni. Þegar gögn málsins eru skoðuð er því ljóst að skipulagslegar forsendur staðarvalsins eru að langmestu brostnar. Áhyggjur þeirra sem telja að bygging nýs spítala geti tafist vegna endurskoðunar á staðarvalinu eru skiljanlegar. Slík endurskoðun er hinsvegar nauðsynleg og mun ekki seinka opnun sjúkrahússins þó að byggingaframkvæmdir hefðust nokkrum mánuðum síðar en nú er áformað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilmar Þór Björnsson Mest lesið Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar Skoðun Kynhlutlaust klerkaveldi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hugleiðingar um hitaveitu Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Þéttingarstefna eða skynsemi? Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Fljótlega eftir að ákveðið var að sameina sjúkrahúsin í Reykjavík var samin skýrsla um staðsetningu sameinaðs sjúkrahúss. Skýrslan var gefin út í janúar 2002 og er að mestu faglega unnin og til þess fallin að taka ákvörðun um staðsetningu við Hringbraut. Síðan skýrslan var gefin úr hefur allt breyst í umhverfinu, hvort heldur varðar skipulagslegt umhverfi, félagslegt eða fjárhagslegt. Staðsetning sjúkrahússins við Hringbraut stenst ekki lengur þann veruleika sem nú blasir við 13 árum síðar. Ástæðurnar eru margar. Nægir þar að nefna umferðamálin. Á skipulagi sem stuðst var við árið 2002 voru fyrirhuguð göng frá Landspítalanum undir Öskjuhlíð með tengingu við Kringlumýrarbraut í Fossvogi, og áfram undir Kópavog og alla leið að Reykjanesbraut við Smáralind. Önnur göng áttu að koma undir Þingholtin með tengingu spítalans við Sæbraut nálægt Hörpu. Gert var ráð fyrir mislægum gatnamótum á mótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Leggja átti Miklubraut í stokk við Klambratún. Flugvöllurinní Vatnsmýri og starfsemi þar var snar þáttur niðurstöðunnar. Nú liggur fyrir nýtt aðalskipulag Reykjavíkur þar sem allt þetta er lagt á hilluna. Árið 2004 var samin önnur skýrsla. Þar segir m.a. „...besti kosturinn er án efa bygging nýs sjúkrahúss frá grunni en ef ekki verður ráðist í svo fjárfreka framkvæmd nú verður að skoða aðrar leiðir“. Útreikningar hafa sýnt að það er um 20 milljörðum ódýrara að byggja á nýjum stað en að endurnóta og byggja við núverandi húsnæði. Þar fyrir utan hagnast þjóðfélagið um milljarða á ári hverju við að flytja sjúkrahúsið nær þungamiðju búsetunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þriðja skýrslan sem stundum er nefnd kom svo í febrúar 2008. Sú skýrsla er rýr og byggir ekki á neinum tilgreindum gögnum sem vitnað er í. Það er fullkomlega óábyrgt að byggja ákvörðun um staðsetningu spítalans á henni. Þegar gögn málsins eru skoðuð er því ljóst að skipulagslegar forsendur staðarvalsins eru að langmestu brostnar. Áhyggjur þeirra sem telja að bygging nýs spítala geti tafist vegna endurskoðunar á staðarvalinu eru skiljanlegar. Slík endurskoðun er hinsvegar nauðsynleg og mun ekki seinka opnun sjúkrahússins þó að byggingaframkvæmdir hefðust nokkrum mánuðum síðar en nú er áformað.
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fátt virðist gerast: Hvað er í raun að gerast þegar börn leika sér í leikskóla? Margrét Gígja Þórðardóttir,Ingibjörg Vilbergsdóttir skrifar
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar