Nýi samningurinn ýmist kallaður söguleg mistök eða besta lausnin Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 15. júlí 2015 07:00 Sögulegt samkomulag náðist í gær um kjarnorkumál Írana eftir margra ára samningaviðræður þeirra við voldugustu ríki heimsins. nordicphotos/afp Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað. Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira
Íranar komust að samkomulagi í gær við kjarnorkuveldi heimsins, Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Rússland, auk Þýskalands og Evrópusambandsins, um kjarnorkumál í Íran. Samningaviðræður höfðu staðið yfir frá árinu 2006. Síðasta lota viðræðna hefur staðið yfir í Vínarborg í Austurríki frá 2. júlí. Samkvæmt samningnum verður viðskiptabanni við Íran aflétt og íranskar eignir upp á milljarða dollara verða affrystar. Þar að auki verður banni á siglingum og flugi til landsins aflétt. Banni á sölu vopna til Íran verður þá einnig aflétt en ekki fyrr en eftir um fimm ár. Íranar hafa á móti lofað að framleiða ekki kjarnorkuvopn en lengi hefur verið talið að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum. Íranar hafa þó alla tíð haldið því fram að kjarnorkutilraunir þjóðarinnar séu ekki í hernaðarlegum tilgangi. Til að tryggja að samningnum verði fylgt eftir fá eftirlitsmenn Sameinuðu þjóðanna aðgang að írönskum herstöðvum. Íranar munu þó þurfa að veita samþykki sitt fyrir hverri og einni heimsókn. „Samningurinn er ekki fullkominn fyrir neinn en hann er besti mögulegi samningur sem við gátum náð,“ sagði Mohammad Javad Zarif, utanríkisráðherra Írans, við blaðamenn í gær. „Þessi ramadanmánuður hefur fært okkur góðar fregnir og góðan samning. Í dag erum við á mikilvægum þáttaskilum í þróun landsins okkar. Þáttaskilum sem kóróna áralangt samningaferli við heimsvaldaríkin,“ sagði Hassan Rouhani, forseti Írans, í gær. Rouhani sagði enn fremur að viðskiptabannið hefði ekki haft áhrif á íranska ríkið en það hefði þó haft slæm áhrif á líf íranskra borgara og það væri ekki í lagi. „Samningurinn virkar á báða bóga. Með því að virða ákvæði hans er hægt að taka niður vantraustsmúrinn milli þjóðanna. Stein fyrir stein,“ sagði Rouhani enn fremur. „Þetta er samkomulag sem getur opnað nýjan kafla í alþjóðasamskiptum,“ sagði Federica Mogherini, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins. Hún bætti því við að samningurinn gæfi heiminum öllum von.Benjamin NetanyahuSamningurinn vekur hins vegar ekki jafnmikla lukku meðal allra. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, kallaði samninginn í gær söguleg mistök. „Íranar munu fá hundruð milljarða Bandaríkjadala, sem mun gera þeim kleift að knýja hryðjuverkavél sína áfram um Mið-Austurlönd og á heimsvísu,“ sagði forsætisráðherrann. „Þessi samningur mætir öllum okkar kröfum. Öllum leiðum Írana að kjarnorkuvopnum hefur verið lokað,“ sagði Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, um samninginn. „Ég mun beita neitunarvaldi á hverja þá löggjöf sem kemur í veg fyrir að samningurinn taki gildi,“ sagði forsetinn, en bandaríkjaþing, þar sem repúblikanar stjórna í báðum deildum, eiga eftir að taka samninginn fyrir. Þannig ætlar Obama að tryggja að samningurinn muni standa, sama hvað.
Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Sjá meira