Hvað eiga liðin í Pepsi-deildinni að gera í glugganum? 15. júlí 2015 07:00 Þorsteinn Már Ragnarsson átti frábæran leik með KR á móti Víkingi en hann erður einn sá eftirsóttasti í glugganum. Vísir/Ernir Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Fréttablaðið hefur sett saman þarfagreiningu fyrir liðin tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta en félagaskiptaglugginn opnast aftur í dag. Mörg liðanna, á toppi sem botni, gætu grætt mikið á liðstyrk fyrir lokakafla mótsins. Það munar aðeins þremur stigum á FH, sem er í efsta sæti deildarinnar, og spútnikliði Valsmanna sem er í fjórða sæti. KR og Breiðablik eru síðan á milli. Öll þessi fjögur lið eru líkleg til að berjast um Íslandsmeistaratitilinn í ár. Fallbaráttan verður líka æsispennandi ef marka má fyrri umferðina og það hversu neðstu liðin hafa verið dugleg að finna sér leikmenn fyrir seinni umferðina í Pepsi-deildinni. Það er mikið undir að halda sæti sínu í deildinni og því eru liðin tilbúin að leggja út pening fyrir nýjum leikmönnum. Félagsskiptaglugginn opnaði í morgun og er opinn í sextán daga eða til 31. júlí næstkomandi. Þegar glugginn lokar aftur rétt fyrir Verslunarmannahelgi þá verða eftir níu umferðir af Íslandsmótinu en tvær umferðir verða spilaðar á meðan að glugginn er opinn. Tólfta umferðin um næstu helgi verður fyrsta umferðin sem nýir leikmenn mega fara að spila með liðum sínum og það verður fróðlegt að sjá hvaða áhrif þeir munu hafa á leik sinna liða sem mörg hver þurfa á innspýtingu að halda. Hér fyrir neðan má þarfagreiningu Fréttablaðsins á liðunum tólf í Pepsi-deild karla í fótbolta.Liðin í Pepsi-deildinni og félagsskiptaglugginn frá 15. til 31. júlí 2015: FH 1. sætiHvað vantar? Ekkert er stutta svarið. FH-ingar eru með besta hópinn og eru að auki búnir að kalla Emil Pálsson til baka frá Fjölni. Hringja kannski í Erlendan markvörð. Róbert Örn Óskarsson vinnur fá stig og hefur aðeins haldið hreinu í tveimur deildarleikjum. ➜ Emil Pálsson (úr láni)KR 2. sætiHvað vantar? KR er búið að fá framherja en þarf helst að styrkja bakvarðarstöðurnar með leikmönnum sem eru bakverðir að upplagi.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Guðmund Reyni Gunnarsson. ➜ Hólmbert Aron FriðjónssonBreiðablik 3. sætiHvað vantar? Framherja og/eða kantmann. Átján mörk í fyrri umferðinni er ekkert til að skammast sín fyrir en Blikar þurfa meiri slagkraft fram á við ætli þeir sér að berjast um titilinn allt til loka.Hringja kannski í Þorstein Má, Dion Jeremy Acoff, Emil Atlason, Ævar Inga Jóhannesson.Valur 4. sætiHvað vantar? Ólafur Jóhannesson vill fá þrjá leikmenn í glugganum. Hann er væntanlega að horfa til hægri bakvarðar, miðjumanns og framherja til vara.Hringja kannski í Niclas Vemmelund, Emil Atlason, Guðjón Pétur Lýðsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Guðmund Atla Steinþórsson.Fjölnir 5. sætiHvað vantar? Fjölnismenn eru búnir að ná í tvo leikmenn, Neftalí og Chopart, en þurfa enn miðjumann til að fylla skarð Emils Páls.Hringja kannski í Egil Jónsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Pape Mamadou Faye. ➜ Jonatan Neftalí, Kennie ChopartStjarnan 6. sætiHvað vantar? Stjörnumenn hafa aðeins skorað 13 mörk og þurfa meira púður í sóknarleikinn. Og kannski alvöru gras á völlinn en Stjarnan hefur ekki enn unnið heimaleik í sumar.Hringja kannski í Emil Atlason, Erik Tönne, Elfar Árna Aðalsteinsson.Fylkir 7. sætiHvað vantar? Hægri bakvörð og miðjumann og jafnvel markvörð. Það er spurning hvort Ólafur Ingi Skúlason, sem er án félags, snúi aftur í Árbæinn.Hringja kannski í Ólaf Inga Skúlason, Niclas Vemmelund, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.ÍA 8. sætiHvað vantar? Miðjumann, miðvörð og kantmann. Sóknarleikur ÍA hefur batnað til mikilla muna í síðustu leikjum en Skagamenn geta enn bætt vörnina og miðjuna.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Aron Heiðdal, Daða Bergsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu.Leiknir 9. sætiHvað vantar? Leiknismenn eru komnir í bullandi fallbaráttu og þurfa að styrkja sig. Helst með framherja eða framliggjandi leikmönnum en liðið hefur aðeins skorað tólf mörk í fyrri umferðinni.Hringja kannski í Gunnlaug Hlyn Birgisson, Daða Bergsson, Brynjar Jónasson, Pape Mamadou Faye, Brynjar Benediktsson.Víkingur 10. sætiHvað vantar? Víkingar eru búnir að fá serbneskan framherja en þurfa meira fram á við. Einnig hægri bakvörð og miðjumann.Hringja kannski í Emil Atlason, Niclas Vemmelund, Daða Bergsson, Elfar Árna Aðalsteinsson, Sebastien Uchechukwu Ibeagha. ➜ Vladimir TufegdzicÍBV 11. sætiHvað vantar? Gunnar Heiðar Þorvaldsson er snúinn aftur heim og styrkir Eyjaliðið gríðarlega en það þarf að styrkja miðjuna.Hringja kannski í Egil Jónsson, Aron Heiðdal, Sebastien Uchechukwu Ibeagha, Archange Nkumu, Jón Gunnar Eysteinsson. ➜ Gunnar Heiðar, Jose EnriqueKeflavík 12. sætiHvað vantar? Allt. Keflavík er í afar vondri stöðu og stefnir hraðbyri niður í 1. deild. Það þarf nánast leikmenn í allar stöður.Hringja kannski í Aron Heiðdal, Pape Mamadou Faye, Daða Bergsson, Farid Zato, Jón Gunnar Eysteinsson, Gunnlaug Hlyn Birgisson. ➜ Chuck Chijindu
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Tillögu Aþenu vantaði þrjú prósent til að vera tekin fyrir: Gengu út af KKÍ þinginu Körfubolti Hafþór Júlíus keppir á móti í Síberíu Sport Sjónvarpsbannið í enska boltanum pirrar prinsinn Enski boltinn Sjáðu Körfuknattleiksþingið í beinni Körfubolti Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Skoraði Messi þá ólöglegt mark í úrslitaleik HM í Katar? Fótbolti Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn Aron verður heldur ekki með í dag Handbolti „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ Handbolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira