RÚV tapar tilgangi sínum Stjórnarmaðurinn skrifar 8. júlí 2015 07:00 Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira
Nýverið lauk heimsmeistaramóti í knattspyrnu kvenna sem haldið var í Kanada. Ríkisútvarpið átti sjónvarpsréttinn að mótinu og sýndi nokkra leiki í beinni þegar líða tók á mótið. Nokkrir urðu til þess að gagnrýna að HM kvenna væri ekki gert jafn hátt undir höfði og heimsmeistaramóti karla. Þar hafa allir leikir gjarnan verið sýndir í þráðbeinni, og engu skipt hvort um er að ræða úrslitaleiki eða leik Írans og Slóveníu í riðlakeppninni. Stjórnarmaðurinn er almennt á því að markaðsöflin eigi að ráða því hvaða sjónvarpsefni er borið á borð áhorfenda. Sjónvarpsstöðvar eiga að einblína á efni sem borgar sig. Efni sem hægt er að kaupa inn á viðráðanlegu verði, hugnast auglýsendum og síðast en ekki síst er til þess fallið að halda áskrifendum eða laða að nýja. Þessi röksemdafærsla er hins vegar ekki svo einföld þegar um er að ræða ríkissjónvarpsstöð. Þess vegna var nokkuð kyndugt að heyra Þóru Arnórsdóttur taka til baka gagnrýni sína á slælega frammistöðu íþróttadeildar RÚV með m.a. þeim rökum að íþróttadeildin væri undirmönnuð og erfitt hefði reynst að laða styrktaraðila og kostun að mótinu. Þetta væru mögulega gild rök fyrir einkarekna sjónvarpsstöð. Þóra er hins vegar að tala um sjálft Ríkisútvarpið sem rekið er fyrir almannafé. Því ber, eins og öðrum ríkisstofnunum, að fylgja jafnréttissjónarmiðum í starfsemi sinni, og sjá til þess að það efni sem sýnt er fullnægi kröfum um „gæði og fjölbreytni“ svo vísað sé í lagabókstafinn. Þess utan er erfitt að sjá í hendi sér að ekki sé hægt að sýna HM kvenna án þess að tapa á því. Sjónvarpsrétturinn kostar einungis brotabrot af því sem karlamótið kostar og fjöldi iðkenda kvennaknattspyrnu hér á landi bendir til þess að mörg fyrirtæki myndu sjá hag sinn í því að styrkja mótið eða kaupa auglýsingar í tengslum við útsendingar. Mannekla er heldur ekki afsökun. Þarf fleiri starfsmenn til að sýna frá HM kvenna en karla? Hugrekki þarf til að breyta ríkjandi viðhorfum. Eðli málsins samkvæmt er erfiðara fyrir einkarekna aðila að taka slíkt stökk með tilheyrandi fjárhagslegri áhættu. Önnur sjónarmið eiga hins vegar við ríkismiðla, og raunar gætu tækifæri sem þetta að einhverju leyti réttlætt tilvist slíkra miðla. Vonandi var þetta í síðasta sinn sem HM kvenna fær ekki sambærilega umfjöllun við karlamótið.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Sjá meira