Innlent

„Allir ferðamenn verið ánægðir“

Sveinn Arnarson skrifar
Fréttablaðið greindi frá óánægju ferðaþjónustufyrirtækja í gær með íshellinn í Langjökli. Ljóst er að margir eru einnig mjög ánægðir með hellinn.
Fréttablaðið greindi frá óánægju ferðaþjónustufyrirtækja í gær með íshellinn í Langjökli. Ljóst er að margir eru einnig mjög ánægðir með hellinn. fréttablaðið/stefán
Ekki eru allir sammála þeirri staðhæfingu að ferðamenn hafi orðið fyrir vonbrigðum með heimsókn sína í íshellinn í Langjökli.

Ferðaþjónustufyrirtæki, sem hafa sent hundruð ferðamanna í hellinn, hafa ekki heyrt neina kvörtun hingað til og allt gengið eins og í sögu að þeirra mati.

„Það hefur gengið vel að selja þetta og þeir ferðamenn sem við höfum sent eru almennt mjög ánægðir. Við höfum einnig verið að fara með ferðaskrifstofufólk sem er að selja þessar ferðir og enginn lýst yfir óánægju,“ segir Þórir Garðarsson hjá Gray Line.

Kári Björnsson, ferðaskipuleggjandi hjá Extreme Iceland, tekur í sama streng og segir fyrirtækið hafa sent á annað hundrað ferðamanna að íshellinum í Langjökli og enginn hafi kvartað.

„Við byrjuðum í byrjun júní að senda ferðamenn á staðinn og gerum það næstum daglega. Allir þeir ferðamenn sem við höfum sent að íshellinum eru mjög ánægðir með ferðina. Enginn hefur borið fram kvörtun af neinu tagi og allt gengið eins og í sögu. Þetta er mikill fjöldi ferðamanna sem við höfum farið með upp á jökul, líklega yfir eitt hundrað ferðamenn,“ segir Kári.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×