Hvers vegna fá Grikkir ekki sömu meðferð og Þjóðverjar? Skjóðan skrifar 1. júlí 2015 12:00 Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Grikkland Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira
Ráðamenn í Brüssel og Berlín voru meðvitaðir um sjónhverfingarnar sem beitt var við að fegra grísk ríkisfjármál í aðdraganda þátttöku Grikklands í evrusamstarfinu. Alþjóðlega bankasamfélagið vissi allt um þau Pótemkin-tjöld. Samt héldu bankar áfram að lána til Grikklands vegna þess að skammtímatekjurnar af því mynduðu grunn að bónusum bankastjóra. Þeir vissu að Grikkland gæti ekki borgað til baka en lánuðu vegna þess að þeir vissu að þeir myndu fleyta rjómann af lánveitingunum og handrukkarar hins alþjóðlega fjármálakerfis myndu skikka Grikki til að fórna heilbrigðiskerfi, menntakerfi og tryggingakerfi ef það væri nauðsynlegt til að endurgreiða lánin. Þetta er nákvæmlega það sem gerðist. Troikan steig inn og keypti skuldir Grikkja á fullu verði af bönkunum sem upphaflega lánuðu. Bankar halda áfram að lána glæfralega á meðan þeir vita að þeim verður ávallt tryggt skaðleysi af lánveitingum sínum sama hversu galnar þær eru. Aðgerðir troikunnar eru ávísun á alvarlegar fjármálakrísur í framtíðinni. Grikkland er ekki fyrsta fórnarlamb handrukkunar á vegum alþjóðlegra banka og ekki það síðasta. Ólíkt fóru menn að 1953 þegar Lundúnasamkomulagið um skuldir Þjóðverja var undirritað. Þá var stór hluti skulda Þjóðverja afskrifaður og lengt í því sem eftir stóð vegna þess að ráðamenn Vesturlanda þá vildu frekar hafa Þýskaland sem sterkan bandamann en skilja það eftir í spennitreyju ofvaxinna skulda. Höfðu þó Þjóðverjar innan við áratug fyrr farið með blóðugum hernaði gegn heiminum. Eftir kreppuna miklu í Bandaríkjunum á 4. áratug síðustu aldar óx verkalýðfélögum fiskur um hrygg vestra og reiði almennings, sem ekki hafði vinnu og átti hvorki í sig né á, kraumaði. Uppþoti var hótað og Roosevelt forseti samdi við fulltrúa verkalýðsafla og vinstri flokka um atvinnuleysisbætur, almannatryggingar og lágmarkslaun. Fjár til verkefnisins var aflað með sköttum frá efnafólki og stórfyrirtækjum. Komið var böndum á fjármálaöflin. Roosevelt lofaði að auki vinnu þeim sem einkageirinn gæti ekki útvegað störf. Á nokkrum árum skapaði Roosevelt milljónir starfa sem fóru í að treysta innviði Bandaríkjanna, nokkuð sem Bandaríkin njóta enn góðs af, áttatíu árum síðar. Bandaríkin og Þýskaland hafa þannig staðið í sporum Grikklands. Leið þeirra til hagsældar fólst í vexti en ekki niðurskurði. Samt ætlast menn til að Grikkir skeri enn frekar niður og fækki störfum. Markmiðið er augljóslega ekki endurreisn Grikklands heldur skaðleysi gráðugra banka. Mikil er skömm Merkel, Schäuble, Junckers, Lagarde og Draghi fyrir sinn hlut í því. Grikkland hefur þegar skorið of mikið niður. Sú helstefna sem rekin er gegn landinu getur aðeins endað með skelfingu.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Grikkland Skjóðan Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hagnaður minnkar um 1,5 milljarða milli ára Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Sjá meira