Liðka til fyrir millilandaflugi út á land sveinn arnarsson skrifar 1. júlí 2015 07:00 Ríkið gæti aukið tekjur sínar um 1,3 milljarða árlega með því að koma á beinu millilandaflugi á Egilsstaði og Akureyri. Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira
Ríkið ætlar að liðka til fyrir millilandaflugi frá Egilsstöðum og Akureyri með því að fella niður gjöld á flugfélög fyrstu tvö árin og aðstoða við markaðssetningu svæðanna með fjárframlögum. Þetta staðfestir Matthías Imsland, formaður starfshóps sem kannar möguleika á millilandaflugi frá landsbyggðunum. Tekjur hins opinbera af millilandafluginu yrðu nærri 1,3 milljörðum króna árlega. Forsætisráðherra skipaði þennan starfshóp til að vega og meta kosti þess að millilandaflug um aðra flugvelli en Keflavík kæmist á laggirnar. Starfshópurinn lét vinna fyrir sig skýrslu sem sýnir ótvírætt að ríkið muni hagnast á millilandafluginu. Með því að gera ráð fyrir fjórum lendingum á viku, tveimur á Egilsstöðum og tveimur á Akureyri, með rúmlega eitt hundrað erlenda ferðamenn í hverri ferð gæti tekjuaukning hins opinbera af ferðunum verið um 1.250 milljónir króna á hverju ári og innspýtingin á svæðin norðaustanlands verið um 3,6 milljarðar króna. Af þeim rúmlega milljón ferðamönnum sem koma til landsins munu því samkvæmt þessum útreikningum aðeins 22 þúsund fara í gegnum Akureyri og Egilsstaði. Að mati skýrsluhöfunda er það samt sem áður nægilegt til að ríkið njóti góðs af. Matthías segir þetta hreina viðbót við lendingar í Keflavík og vera brotabrot af fjölda lendinga þar. „Fjöldi lendinga í viku hverri er um 400 yfir hásumarið í Keflavík. Því erum við aðeins að tala um eitt prósent af lendingum til landsins. Þetta mun því ekki hafa nein neikvæð áhrif á ferðaþjónustu á öðrum stöðum á landinu. Innviðir á norðausturhorni landsins eru vannýttir stóran hluta árs og æskilegt og gott fyrir íslenskt samfélag að nýta þessa innviði betur og dreifa ferðamönnum betur um landið,“ segir Matthías. Ferðaþjónustuaðilar hafa margsinnis bent á að álag vegna ferðamanna á suðvesturhorni landsins sé komið að þolmörkum og mikilvægt sé að grípa til aðgerða til þess að dreifa álaginu betur um landið svo ekki fari að sjá á náttúru þess.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Sjá meira