Breska Vogue hafði samband Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 30. júní 2015 09:00 Heiðrún Ósk er forstjóri Dimmblá Vísir/GVA Breska útgáfa tímaritsins Vogue hafði á dögunum samband við íslenska tískumerkið Dimmblá til þess að fá að birta umfjöllun um vörurnar þeirra. Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, forstjóri Dimmblár, segir þetta mikið hrós fyrir merkið. „Ég veit ekki hvernig þeir uppgötvuðu okkur en þeir eru greinilega að fylgjast vel með og leist svona vel á línuna okkar. Þeir sendu okkur tölvupóst og settu saman prófíl sem við samþykktum auðvitað. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur.“ Blaðið kemur út 9. júlí en það mun vera ágústhefti Vogue. Hingað til hefur Dimmblá aðeins verið fáanlegt á Íslandi en breytingar á því eru á döfinni. „Við erum á leiðinni til Berlínar í næstu viku þar sem við munum heimsækja eina stærstu sölusýningu þar í landi og hitta hugsanlega dreifingaraðila. Við höfum fundið fyrir áhuga í Þýskalandi svo að fyrsta rökrétta skrefið í sölu erlendis er að byrja þar. Við fengum umfjöllun í fyrra í stóru þýsku dagblaði og svo hafði samband við okkur þýsk sjónvarps- og útvarpsstöð sem vildi taka viðtal við okkur. Okkar sýn um náttúrulega og umhverfisvæna hönnun passar líka vel inn á þýska markaðinn.“ Mikill uppgangur hefur verið á rekstri Dimmblár undanfarið og eru slæðurnar þeirra uppseldar. „Við erum að vinna á fullu í að fá fleiri slæður. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og þær eru allar umhverfisvottaðar. Okkur finnst það skipta miklu málið fyrir vörumerkið,“ segir Heiðrún. Yfirhönnuður Dimmblár er Una Hlín Kristjánsdóttir og er áhersla lögð á að nota ljósmyndir af náttúrunni. Hægt er að skoða vefverslun Dimmblá hér. Tengdar fréttir Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir óskar eftir styrk fyrir fyrstu fatalínunni frá vörumerkinu Dimmblá. 13. desember 2013 22:00 Dimmblá á rauða dreglinum Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir sendi frá sér sína fyrstu fatalínu rétt fyrir jól. Ný lína er þegar á teikniborðinu og klæddist Ilmur Kristjánsdóttir leikkona kjól úr þeirri línu á rauða dreglinum á Eddunni. 27. febrúar 2014 17:00 Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara "Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. 30. ágúst 2013 11:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Breska útgáfa tímaritsins Vogue hafði á dögunum samband við íslenska tískumerkið Dimmblá til þess að fá að birta umfjöllun um vörurnar þeirra. Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir, forstjóri Dimmblár, segir þetta mikið hrós fyrir merkið. „Ég veit ekki hvernig þeir uppgötvuðu okkur en þeir eru greinilega að fylgjast vel með og leist svona vel á línuna okkar. Þeir sendu okkur tölvupóst og settu saman prófíl sem við samþykktum auðvitað. Þetta er mikil viðurkenning fyrir okkur.“ Blaðið kemur út 9. júlí en það mun vera ágústhefti Vogue. Hingað til hefur Dimmblá aðeins verið fáanlegt á Íslandi en breytingar á því eru á döfinni. „Við erum á leiðinni til Berlínar í næstu viku þar sem við munum heimsækja eina stærstu sölusýningu þar í landi og hitta hugsanlega dreifingaraðila. Við höfum fundið fyrir áhuga í Þýskalandi svo að fyrsta rökrétta skrefið í sölu erlendis er að byrja þar. Við fengum umfjöllun í fyrra í stóru þýsku dagblaði og svo hafði samband við okkur þýsk sjónvarps- og útvarpsstöð sem vildi taka viðtal við okkur. Okkar sýn um náttúrulega og umhverfisvæna hönnun passar líka vel inn á þýska markaðinn.“ Mikill uppgangur hefur verið á rekstri Dimmblár undanfarið og eru slæðurnar þeirra uppseldar. „Við erum að vinna á fullu í að fá fleiri slæður. Vörurnar eru framleiddar á Indlandi og þær eru allar umhverfisvottaðar. Okkur finnst það skipta miklu málið fyrir vörumerkið,“ segir Heiðrún. Yfirhönnuður Dimmblár er Una Hlín Kristjánsdóttir og er áhersla lögð á að nota ljósmyndir af náttúrunni. Hægt er að skoða vefverslun Dimmblá hér.
Tengdar fréttir Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir óskar eftir styrk fyrir fyrstu fatalínunni frá vörumerkinu Dimmblá. 13. desember 2013 22:00 Dimmblá á rauða dreglinum Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir sendi frá sér sína fyrstu fatalínu rétt fyrir jól. Ný lína er þegar á teikniborðinu og klæddist Ilmur Kristjánsdóttir leikkona kjól úr þeirri línu á rauða dreglinum á Eddunni. 27. febrúar 2014 17:00 Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara "Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. 30. ágúst 2013 11:00 Mest lesið „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Menning Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Hryllingurinn sveif yfir vötnum hjá fræga fólkinu Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið „Ég er miklu oftar gröð en hann“ Lífið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Þvertekur fyrir að typpið hafi verið stækkað Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Fleiri fréttir Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Ný fatalína með ljósmyndum af íslenskri náttúru Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir óskar eftir styrk fyrir fyrstu fatalínunni frá vörumerkinu Dimmblá. 13. desember 2013 22:00
Dimmblá á rauða dreglinum Heiðrún Ósk Sigfúsdóttir sendi frá sér sína fyrstu fatalínu rétt fyrir jól. Ný lína er þegar á teikniborðinu og klæddist Ilmur Kristjánsdóttir leikkona kjól úr þeirri línu á rauða dreglinum á Eddunni. 27. febrúar 2014 17:00
Hannar flíkur í samstarfi við landslagsljósmyndara "Mig hefur lengi dreymt um að reka mitt eigið fyrirtæki. Þegar ég var í fæðingarorlofi fór ég alvarlega að hugsa um að kominn væri tími til að breyta til og gera eitthvað nýtt. 30. ágúst 2013 11:00