Hágæða almenningssamgöngukerfi mun rísa 2040 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 30. júní 2015 08:15 Nýtt svæðisskipulag var undirritað af framkvæmdastjórum sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu. vísir/andri marinó „Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram. Borgarlína Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
„Stóru tíðindin er samhugur sveitarfélaganna um Borgarlínu sem mun tengja kjarna sveitarfélaganna um höfuðborgarsvæðið allt,“ segir Hrafnkell Á. Proppé svæðisskipulagsstjóri um nýtt svæðisskipulag, Höfuðborgarsvæðið 2040. Svæðisskipulagið var undirritað í gær af framkvæmdastjórum allra sjö sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og forstjóra Skipulagsstofnunar. Með nýju svæðisskipulagi tekur jafnframt ný vatnsverndarsamþykkt gildi með breyttri skilgreiningu vatnsverndarsvæða. Höfuðborgarsvæðið 2040 er sameiginleg stefna sveitarfélaganna Garðabæjar, Hafnarfjarðarkaupstaðar, Kjósarhrepps, Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar, Reykjavíkurborgar og Seltjarnarnesbæjar um náið samstarf, skipulagsmál og hagkvæman vöxt svæðisins næstu tuttugu og fimm árin. Markmið svæðisskipulagsins er að á höfuðborgarsvæðinu þróist nútímalegt borgarsvæði sem laðar að fólk og fyrirtæki.Borgarlína verður öflugt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið.mynd/ssh„Stefnt er að hraðvagna- eða léttlestarkerfi, sem keyrir í eigin rými óháð annarri umferð,“ segir Hrafnkell um nýtt hágæða almenningssamgöngukerfi, Borgarlínu. „Borgarlína verður öflugt og umhverfisvænt samgöngukerfi sem mun flytja farþega með skjótum og öruggum hætti um höfuðborgarsvæðið. Þannig myndast samgöngu- og þróunarás sem tengir sveitarfélögin.“ Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hafa gert samkomulag við Vegagerðina sem snýst um sameiginlega vinnu og mótun, úrvinnslu og framkvæmd verkefnisins. „Ef við höldum áfram að ferðast eins og við gerum í dag þar sem 76 prósent ferða eru farnar á bíl þá lendum við í vandræðum,“ segir Hrafnkell, sem bendir á að samkvæmt mannfjöldaspá sé gert ráð fyrir sjötíu þúsund íbúum til viðbótar við íbúafjölda höfuðborgarsvæðisins árið 2040. „Það er nauðsynlegt að fyrirsjáanlegri fólksfjölgun verði mætt án þess að bílaumferð aukist í sama hlutfalli.“ Þá segir Hrafnkell að með nýja skipulaginu muni álag á miðborgina minnka. „Til dæmis mun ýmis rekstur eins og hótel dreifast í fleiri sveitarfélög.“ Á sama tíma og unnið verður að þróun Borgarlínu verður unnið að þróun stofnvegakerfis og stofnleiðum hjólreiða. „Þessi kerfi þarf öll að samþætta og innleiða í skipulag sveitarfélaganna,“ segir Hrafnkell. Grunnvinnu í þessum samgönguverkefnum á að vera lokið fyrir árslok 2016. Í skýrslunni „Höfuðborgarsvæðið 2040“ kemur fram að kostnaðar- og ábatagreining bendi til þess að umfangsmikill sparnaður verði fyrir samfélagið í heild þróist samgöngur með þessum hætti. Þá er beinn þjóðhagslegur ábati af breyttum ferðavenjum á skipulagstímabilinu metinn á um hundrað milljarða króna. Auk þessa ábata eru heilsufarsleg áhrif aukinna hjólreiða og göngu. Lega Borgarlínu er bundin af staðsetningu kjarna en val á leiðum þar á milli hefur ekki farið fram.
Borgarlína Samgöngur Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Sjá meira
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent