Ungur upptökustjóri á uppleið Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 26. júní 2015 10:30 Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér. Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Arnar Ingi Ingason er ungur upptökustjóri sem er á hraðri uppleið en hann á tvö lög á nýútgefinni plötu Sturla Atlas. „Logi Pedro úr Retro Stefson, sem var upptökustjórinn á mestallri plötunni, hafði samband við mig sirka þremur vikum áður en mixteipið var gefið út. Þetta gerðist allt mjög hratt,” segir Arnar. Eftir útgáfuna á plötunni hefur hann verið dj með Loga en þeir spiluðu meðal annars á Secret Solstice-hátíðinni um seinustu helgi. Áður hefur Arnar gert lög fyrir 12:00 og Rjómann, sem eru skemmtiþættir í Verzló. Lögin sem Arnar gerði fyrir Sturla Atlas heita Roll up og Pills en hann hjálpaði einnig til við gerð lagsins FourfortyFive. „Það er ótrúlega gaman að heyra hvað platan hefur fengið góðar undirtektir. Svo heyrði ég líka að Þorbjörn Þórðarson í Hip Hop og Pólitík sagði að uppáhaldslögin sín væru meðal annars Roll Up og Pills,“ segir Arnar. Arnar sækir mikinn innblástur í hiphop og R&B. „Til þess að byrja með leit ég mikið upp til Kanye West, eins og allir, en núna er ég einnig mikill aðdáandi upptökustjóra eins og Cashmere Cat, 40, Boy-1da og flestum sem Drake hefur verið að vinna með.“ Arnar byrjaði að fikta við tónlistina þegar hann fékk tölvu í fermingargjöf. „Ég lærði þetta allt á Youtube og byrjaði að semja tónlist alveg sjálfur. Það hjálpaði líka mjög mikið til við lagasmíðina að ég var í Skólahljómsveit Kópavogs undir góðri leiðsögn Össurar Geirssonar sem og fleiri góðra þegar ég var yngri.“ Eftir að Arnar byrjaði í Verzló fékk hann tækifæri til þess að koma tónlistinni sinni á framfæri. Arnar er með nokkur verkefni í vinnslu en það verður spennandi að fylgjast með honum á næstunni. Hér fyrir neðan eru lögin Roll up og Pills ásamt Ekki Segja Neinum með 12:00. Hægt er að hlusta á alla Sturla Atlas plötuna hér.
Tónlist Tengdar fréttir Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40 Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03 Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00 Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00 Mest lesið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Sturla Atlas vekur athygli: Nýtt lag og nýtt myndband Í myndbandinu má sjá Sigurbjart Sturlu Atlason, sem kallar sig Sturlu Atlas. Með honum er fjöldi manna, þar á meðal Logi Pedro Stefánsson úr Retro Stefson og Young Karin og rapparinn Emmsjé Gauti. 14. maí 2015 15:40
Nýtt myndband frá Sturlu Atlas Listamaðurinn Sturla Atlas hefur sent frá sér lagið nýtt lag sem ber nafnið Francisco og nýtt myndband í kaupbæti. 3. júní 2015 12:03
Kynna ungan listamann til sögunnar Ungur listamaður gefur út undir merkjum Les Frères Stefson. Aron Hannes er átján ára gamall og segir Logi Pedro Stefánsson að hann eigi framtíðina fyrir sér. Logi segir útgáfuna lið í að endurheimta ferskleikann aftur frá markaðsöflunum. 18. júní 2015 12:00
Leyndardómsfullur listamaður stígur fram Söngvarinn Sturla Atlas sendi frá sér sitt fyrsta myndband í gær. Hann hefur vakið athygli en er samt sveipaður dulúð. Stefnir á að gefa út plötu í sumar. 15. maí 2015 08:00