Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 06:00 Erfiður ágústmánuður framundan hjá meisturunum vísir/andri marinó „Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira
„Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Aðlögunar krafist eftir U-beygju Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Fyrsti risaleikur tímabilsins Sport Hafði ekki keppt í 376 daga en náði samt besta tíma ársins Sport Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Valur | Toppliðið í Eyjum Í beinni: Stjarnan - Vestri | Ný andlit og hörkuslagur Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ Sjá meira