Gætu spilað átta leiki á 27 dögum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 26. júní 2015 06:00 Erfiður ágústmánuður framundan hjá meisturunum vísir/andri marinó „Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“ Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira
„Það hefði verið hagstæðara að fá styttra ferðalag en það er ágætt að komast í sólina,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Íslands- og bikarmeistara Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær eftir að dregið hafði verið í riðla í Meistaradeild Evrópu. Riðlarnir eru alls átta en hver þeirra samanstendur af fjórum liðum. Allir leikirnir í riðlinum fara fram á sama stað dagana 11.-16. ágúst. Stjörnukonur duttu ekki í lukkupottinn með staðsetninguna á sínum riðli en hann verður leikinn á Kýpur, á heimavelli Apollon Limassol sem dróst í riðil með Stjörnunni ásamt KÍ Klaksvík frá Færeyjum og Hibernians frá Möltu. Stjörnukvenna bíður því langt ferðalag, eða það lengsta sem var í boði. „Ég held að formaðurinn sé ekkert rosalega sáttur. Okkur langaði í sólina en þetta er held ég lengsta og dýrasta ferðalagið,“ sagði Ásgerður en Stjarnan hefði til dæmis getað farið til Norður-Írlands, Finnlands eða Hollands. Þetta er í þriðja sinn sem Stjarnan tekur þátt í Meistaradeildinni en í fyrri tvö skiptin fór Garðabæjarliðið beint inn í 32-liða úrslitin. Í bæði skiptin féllu Stjörnukonur út fyrir rússnesku liði; 1-3 samanlagt á móti Zorky Krasnogorsk 2012 og 3-8 gegn Zvezda Perm í fyrra. Stjarnan á enn eftir að vinna leik í Evrópukeppni en líklegt er að breyting verði þar á í ár. Ásgerður segir Stjörnuliðið ætla sér upp úr riðlinum: „Við vissum ekki mikið um fullt af liðum þarna en núna fara þjálfararnir að afla sér upplýsinga um liðin í riðlinum. „Liðið frá Kýpur á að vera gott en þær voru í efsta styrkleikaflokki af liðunum í riðlinum. Þetta verða allt erfiðir leikir en við ætlum okkur klárlega í 32-liða úrslit.“ Stjarnan leikur þrjá leiki á sex dögum á Kýpur sem Ásgerður segir að verði krefjandi: „Það verður örugglega erfitt en það kemur sér vel að vera með breiðan leikmannahóp. En við höfum karakter, leikmenn og þjálfarateymi til að koma okkur í gegnum þetta.“ Það verður mikið álag á Stjörnuliðinu í ágúst en svo gæti farið að liðið leiki átta leiki á 27 dögum. Stjarnan sækir Val heim 6. ágúst sem er síðasti leikurinn áður en liðið heldur utan. Stjörnukonur koma væntanlega heim frá Kýpur 17. ágúst og þremur dögum síðar bíður þeirra toppslagur gegn Breiðabliki á Samsung-vellinum. Þann 26. ágúst fara Garðbæingar norður og mæta Þór/KA og komist Stjarnan í bikarúrslit fer sá leikur fram á Laugardalsvellinum 29. ágúst. Þremur dögum síðar á Stjarnan svo leik gegn ÍBV á heimavelli. „Það verður keyrsla á okkur og það er eins gott við séum vel undirbúnar,“ segir Ásgerður og bætir við: „Maður er alltaf að kvarta yfir að það sé bara einn leikur í viku svo nú þurfum við að sýna að við getum höndlað fleiri leiki.“
Íslenski boltinn Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Fleiri fréttir „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Sjá meira