Kosningaloforðin við aldraða fallin í gjalddaga! Björgvin Guðmundsson skrifar 24. júní 2015 07:00 Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Björgvin Guðmundsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrir þingkosningar 2013 var eftirfarandi samþykkt: Lífeyrir aldraðra og öryrkja verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra á krepputímanum (kjaragliðnunar). Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins fyrir kosningarnar 2013 var þetta samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur STRAX til samanburðar við þær hækkanir, sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009. Þessi kosningaloforð eru alveg skýr. Því var lofað skýrt og ákveðið, að kjaragliðnun krepputímans yrði leiðrétt. Þessi loforð voru endurtekin í kosningabaráttunni. Hvernig stendur þá á því, að í dag, rúmum tveimur árum frá því þessi kosningaloforð voru gefin, er ekki farið að efna þau? Engu er líkara en, að ríkisstjórnin ætli að svíkja þessi kosningaloforð stjórnarflokkanna. Ríkisstjórnin minnist aldrei á þessi loforð. Ekkert bendir því til þess, að ríkisstjórnin ætli að efna loforðin.Komu loforðin stjórninni til valda? Ef til vill hafa kosningaloforðin við aldraða og öryrkja átt stóran þátt í því, að stjórnarflokkarnir komust til valda. Það er a.m.k öruggt, að þessi stóru loforð færðu stjórnarflokkunum mjög mörg atkvæði. Ríkisstjórnin á því aðeins tvo kosti í dag: Að efna kosningaloforðin eða fara frá völdum. Væntanlega velur ríkisstjórnin fyrri kostinn og efnir kosningaloforðin. En það verður að gerast strax. Það þarf að koma fram frumvarp strax um leiðréttingu á kjaragliðnun krepputímans. Komi ríkisstjórnin ekki með slíkt frumvarp er hún umboðslaus og á að fara frá. Það þýðir ekkert fyrir ríkisstjórnina að svara því, að það sé verið að endurskoða lög um almannatryggingar og þegar endurskoðun ljúki komi leiðréttingar. Það er allt annar hlutur. Þar er um að ræða kerfisbreytingu til framtíðar. En kjaragliðnunin er kjaraskerðing á liðnum tíma, sem þarf að byrja á að leiðrétta og þolir ekki bið. Það þýðir heldur ekkert fyrir ríkisstjórnina að skjóta sér á bak við þetta lítilræði, sem samþykkt var fyrir aldraða og öryrkja á sumarþinginu 2013. Eftir stendur, að ríkisstjórnin hefur ekkert gert í því að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans. Þá leiðréttingu verður að framkvæma strax með því að hækka lífeyri um 20%. Síðan þarf að koma til viðbótar hækkun á lífeyri til samræmis við hækkun á launum verkafólks upp í 300 þúsund á mánuði.Er ríkisstjórnin andvíg eldri borgurum? Ef ríkisstjórnin ætlar bæði að leggjast gegn því að hækka lífeyri til samræmis við hækkun lægstu launa og svíkja loforðið um að leiðrétta kjaragliðnun krepputímans, er hún greinilega andvíg eldri borgurum og öryrkjum. Fjármálaráðherrann hefur lýst andstöðu sinni við kjarabætur til handa öldruðum og öryrkjum. Hugur hans til lífeyrisþega er ljós. Hver er afstaða annarra ráðherra? Það hefur engin ríkisstjórn lofað eldri borgurum og öryrkjum eins miklum kjarabótum og sú ríkisstjórn, sem nú situr. En ef þessi kosningaloforð verða svikin, eru það einnig stærstu svik ríkisstjórnar við lífeyrisþega.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun