Fáum ráð hjá Rúnari og Pétri Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. júní 2015 06:00 Stuðningsmenn Celtic vekja athygli hvar sem þeir koma. Liðið mætti KR í fyrra. vísir/daníel Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“ Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira
Annað árið í röð mætir Íslandsmeistarinn skoska stórveldinu Celtic í 2. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu en í þetta sinn kemur það í hlut Stjörnunnar. Celtic er sterkasta liðið sem Stjarnan gat fengið samkvæmt styrkleikalista Knattspyrnusambands Evrópu, UEFA, og ljóst að það verður við ramman reip að draga. Fyrri leikur liðanna verður í Skotlandi 14. eða 15. júlí og sá síðari á Samsung-vellinum viku síðar. „Sænsku og dönsku liðin sem við gátum fengið eru líklega svipuð að styrkleika en Celtic er hins vegar stærsta félagið af þeim sem við gátum fengið,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. „En þetta er spennandi og með frábærum stuðningi á heimavelli er allt hægt,“ sagði hann, en ævintýri Stjörnumanna í fyrra er Garðbæingum enn í fersku minni. Þá sló liðið út skoska liðið Motherwell og Lech Poznan frá Póllandi. „Celtic er betra en Motherwell en lakara en Lech Poznan. En til að vinna svona rimmur þarf heppni og allt að ganga upp,“ segir hann. KR tapaði fyrir Celtic í sömu keppni í fyrra, samanlagt 5-0, eftir að hafa tapað 1-0 á KR-vellinum í fyrri leiknum. „Það er aldrei að vita nema að við heyrum í Rúnari [Kristinssyni] og Pétri [Péturssyni, þáverandi þjálfurum KR] til að fá ráð hjá þeim. Það gæti komið okkur til góða.“ Kosturinn við að mæta Celtic nú er að liðið verður nýkomið úr sumarfríi þegar leikirnir fara fram. „Það verða enn tvær vikur í að þeir spili sinn fyrsta deildarleik þegar þeir spila við okkur,“ segir Brynjar Björn og bætir við að hann sé heilt yfir sáttur við að mæta Celtic. „Það er alltaf skemmtilegast að fá sterkustu liðin og prófa sig á móti þeim. Það er dýrmæt reynsla fyrir leikmennina.“
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira