Nú er Seðlabankanum að mæta! Skjóðan skrifar 17. júní 2015 08:00 Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi. Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira
Vart hafði fagnaðarlátum linnt vegna stöðugleikaáætlunar ríkisstjórnarinnar þegar Seðlabankinn steig fram og stöðvaði fögnuðinn. Stýrivextir bankans voru hækkaðir um 50 punkta, boðuð önnur eins hækkun (hið minnsta) í ágúst og áframhaldandi brattar hækkanir eftir það. Ástæður hinna miklu vaxtahækkana eru, að sögn seðlabankastjóra, miklar kauphækkanir í kjarasamningum á almennum vinnumarkaði og óhóflegar kröfur háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna. Fyrir liggur að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði ganga mjög nærri flestum fyrirtækjum í landinu þannig að fyrirtækin munu þurfa að hleypa hluta launahækkana út í verðlag. Slíkt leiðir óhjákvæmilega til aukinnar verðbólgu. Sú verðbólga er ekki tilkomin vegna aukinnar eftirspurnar heldur vegna kostnaðar. Í ljósi skulda- og framfærsluvanda stórs hluta heimila landsins er ólíklegt að launahækkanir hjá lág- og meðaltekjufólki hafi teljandi áhrif á aukna eftirspurnarþenslu í hagkerfinu. Grundvallarmunur er á eftirspurnarverðbólgu annars vegar og kostnaðarverðbólgu hins vegar. Í eftirspurnarverðbólgu kann að vera skynsamlegt hjá seðlabönkum að bregðast við með vaxtahækkunum. Vaxtatækið er þó tvíeggjað sverð gegn verðbólgu í opnu hagkerfi, eins og við Íslendingar kynntumst eftirminnilega í aðdraganda hruns, þegar hávaxtastefna Seðlabankans leiddi til stórfelldra vaxtamunarviðskipta auk þess sem íslensk fyrirtæki og neytendur kusu að fjármagna sig með gengisbundnum lánum fremur en að borga hina háu vexti Seðlabankans. Vaxtamunarviðskiptin fyrir hrun bjuggu til snjóhengjuna sem stöðugleikaáætlun stjórnvalda er ætlað að bræða nú sjö árum eftir að höftum var komið á. Í kostnaðarverðbólgu er mjög varasamt, og jafnvel glæfralegt, að bregðast við með hækkun vaxta. Vextir eru jú kostnaðarliður fyrirtækja, rétt eins og laun, og hækkun vaxta ofan á hækkun launa leiðir til þess að skuldsett fyrirtæki þurfa að hækka vöruverð meira en ella. Þar með veldur vaxtahækkunin verðbólgu en vinnur ekki gegn henni eins og til er ætlast. Það er svo til að auka á skaðleg áhrif vaxtahækkunar Seðlabankans að fyrir voru vextir nálægt því fimmtíu sinnum hærri en vextir í nágrannalöndum Íslands. Vegna verðtryggingar neytenda- og húsnæðislána virka stýrivextir Seðlabankans enn fremur seint og illa til að slá á eftirspurn, jafnvel þegar um eftirspurnarverðbólgu er að ræða. Tímasetning vaxtahækkunar Seðlabankans og hótana bankastjórans um stórfelldar vaxtahækkanir í framhaldinu er athyglisverð í því ljósi að hún er tilkynnt í sömu viku og stjórnvöld setja fram vandaða áætlun um að vinda ofan af afleiðingum hávaxtastefnu Seðlabankans fyrir hrun og aukið frelsi í viðskiptum með gjaldeyri. Seðlabanki Íslands virðist lítið sem ekkert hafa lært af mistökunum, sem gerðu hrunið hér á landi alvarlegra og kostnaðarsamara en víðast hvar annars staðar.Skjóðan skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum. Hún er frekju- og leiðindaskjóða, sem lætur ekkert mannlegt sér óviðkomandi.
Skjóðan Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Sjá meira