Gæti tekið vikur og mánuði að vinda ofan af verkföllunum Ingvar Haraldsson skrifar 16. júní 2015 09:00 Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. VÍSIR/VILHELM lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
lMargar vikur, jafnvel mánuði, mun taka að vinda ofan af þeim uppsafnaða vanda sem skapast hefur vegna verkfalla hjá dýralæknum Matvælastofnunar og lögfræðingum hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu. Starfsmenn mættu aftur til vinnu í gær eftir verkfall sem staðið hafði frá því í apríl.Hörður HarðarsonJón Gíslason, forstjóri Matvælastofnunar, segir mestan tíma taka að greiða úr þeim vanda sem skapast hefur í tengslum við inn- og útflutning. „Við erum búin að bæta við starfsfólki á inn- og útflutningsskrifstofunni. Við munum reyna að afgreiða það eins og hratt og hægt,“ segir Jón en það muni þó taka tíma enda skipti óafgreidd mál hundruðum. „Það getur tekið einhverjar vikur að koma þessu í rétt horf,“ segir Jón. Byrjað var að slátra nautgripum í gær eftir langt hlé í gær. Baldur Helgi Benjamínsson, framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda, segir að von sé á nautakjöti í verslanir um næstu helgi. „Kjötið þarf að fá eðlilegan meyrnunartíma,“ segir Baldur. Svína- og kjúklingakjöt hefur verið aðgengilegt í verslunum undanfarnar vikur þar sem undanþágur hafa fengist til slátrunar. Verkfallið hefur þó reynst svínakjöts- og kjúklingaframleiðendum dýrt. „Þetta hefur kostað okkur yfir 50 milljónir,“ segir Matthías Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri kjúklingaframleiðandans Reykjagarðs. Reykjagarður hefur fengið leyfi til að slátra tvisvar í viku að undanförnu en í venjulegu árferði er slátrað fjórum til fimm sinnum í viku að sögn Matthíasar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands, segir stöðuna hjá svínabændum grafalvarlega og gjaldþrot svínabænda gætu verið fram undan. Hörður segir brýnt að komið verði í veg fyrir að sambærileg verkföll endurtaki sig. Þuríður Árnadóttir, staðgengill sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að nú standi yfir vinna við að skipuleggja umfang vandans og hvernig hann verði leystur. „Það þarf að skipuleggjast með tilliti til hve mikið fólk getur bætt við sig vinnu, sumarleyfa og fleira,“ segir Þuríður. Sú skipulagsvinna muni standa yfir næstu daga. Til stendur að ráða starfsfólk aukalega til að takast á við vandann. Tæplega ellefu þúsund skjöl bíða þinglýsingar hjá sýslumanni. „Þess utan eru önnur mál á borð við fullnustugerðir, nauðungaruppboð, aðfarargerðir, fjölskyldumál og dánarbú sem ekki hafa verið afgreidd,“ segir Þuríður. Lögum samkvæmt verði að afgreiða þinglýsingar og fullnustugerðir í þeirri röð sem þær berast. Því fari þau mál sem komi á borð sýslumanns í þessari viku aftast í röðina.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Hafa greitt af þremur íbúðum vegna verkfalls „Fyrir einu ári hefði þetta gengið frá okkur fjárhagslega,“ segir Píratinn Þórgnýr Thoroddsen. 16. júní 2015 09:30