Segja ríki heims þurfa að stofna flóttamannasjóð Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. júní 2015 07:00 Kúrdar í norðanverðu Sýrlandi bíða við landamæri Grikklands í von um að komast yfir gryfjuna, sem skilur á milli. Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira
Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Innlent Fleiri fréttir Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Trump og Selenskí funda á ný Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Sjá meira