Segja ríki heims þurfa að stofna flóttamannasjóð Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. júní 2015 07:00 Kúrdar í norðanverðu Sýrlandi bíða við landamæri Grikklands í von um að komast yfir gryfjuna, sem skilur á milli. Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin. Flóttamenn Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira
Meira en fjórar milljónir manna hafa hrakist frá Sýrlandi frá því vopnuð átök þar hófust vorið 2011. Langflestir þeirra hafast nú við í fimm nágrannaríkjum Sýrlands, sem eru að sligast undan vandanum. „Flóttamannavandinn er eitt helsta verkefni 21. aldarinnar, en viðbrögð alþjóðasamfélagsins hafa verið til skammar,“ segir Shalil Shetty, framkvæmdastjóri mannréttindasamtakanna Amnesty International, í tilefni af útgáfu nýrrar skýrslu um ástandið. „Umheimurinn getur ekki lengur setið hjá og fylgst með löndum á borð við Líbanon og Tyrkland taka á sig þetta stórar byrðar.“ Samtökin segja nauðsynlegt að stokka rækilega upp í þeim leiðum, sem alþjóðasamfélagið svonefnda hefur farið til þess að bregðast við vandanum. Móta þurfi nýja stefnu og stunda önnur vinnubrögð en hingað til. Meðal annars leggja samtökin til að stofnaður verði alþjóðlegur flóttamannasjóður, sem gæti veitt myndarlegan stuðning til þeirra ríkja sem taka við mörgum flóttamönnum. Þá þurfi að efna til alþjóðlegrar ráðstefnu þar sem einkum verði horft til ábyrgðar ríkja heims og leiða til að taka í sameiningu á vandanum. Samtökin segja að leiðtogar helstu ríkja heims hafi í raun dæmt milljónir flóttamanna til þess að búa við óbærilegar aðstæður og þúsundir manna til dauða með því að útvega ekki nauðsynlega mannúðarvernd. Tilboð framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um að taka við 20 þúsund flóttamönnum til viðbótar, sem fái hæli í löndum sambandsins, er engan veginn nóg til þess að slá á vandann. Engar líkur virðast á því að þær milljónir flóttamanna, sem hrakist hafa frá Sýrlandi, geti snúið þangað aftur á næstu misserum. Samtökin segja að alþjóðasamfélaginu beri skylda til að sinna þessum flóttamönnum. Alltof fáum þeirra hafi boðist hæli og mikið vanti upp á að óskum mannúðarsamtaka um fjármögnun aðgerða hafi verið sinnt. Að mati Amnesty International er þörfin slík, að 300 þúsund flóttamenn þurfi að fá hæli í öðrum löndum á ári hverju næstu fjögur árin.
Flóttamenn Grikkland Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Fleiri fréttir Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Sjá meira