Hjúkrunarfræðingar segja upp og fara Snærós Sindradóttir skrifar 13. júní 2015 07:00 Hjúkrunarfræðingar fjölmenntu á Austurvöll og á þingpalla í gær þegar umræða fór fram um lög á verkfall þeirra og BHM. Þungt hljóð var í fólki, en mikill baráttuandi og samstaða ríkti í hópnum. vísir/valli Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni. Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira
Þolinmæði hjúkrunarfræðinga fyrir láglaunastefnu stjórnvalda er að þrotum komin. Þetta segir hjúkrunarfræðingur sem staddur var ásamt um tvö hundruð öðrum að mótmæla á Austurvelli í gær. Fjölmargir hjúkrunarfræðingar voru mættir fyrir framan Alþingishúsið þegar þingfundur átti að hefjast klukkan tíu í gærmorgun. Þrátt fyrir að þingfundi væri frestað til hálftvö síðdegis létu hjúkrunarfræðingar engan bilbug á sér finna. Fréttablaðið ræddi við fjölmarga viðstadda og var hljóðið í þeim allt á einn veg. Ástandið væri ekki lengur viðunandi og ef lög yrðu samþykkt á verkfallið væri ekkert annað í stöðunni en að segja starfi sínu lausu. Margir höfðu þegar útvegað sér leyfi til að starfa erlendis og voru farnir að skipuleggja flutninga með fjölskyldum sínum. Aðeins einn hjúkrunarfræðingur sem Fréttablaðið ræddi við sagðist ætla að starfa áfram á Landspítalanum sama hvað á dyndi, hún ynni starfið af hugsjón en ekki vegna launanna sem væru skammarlega lág. Verkfall hjúkrunarfræðinga hófst þann 27. maí síðastliðinn og hefur því staðið yfir í rúmar tvær vikur. Um 1.500 hjúkrunarfræðingar hafa lagt niður störf, en um 600 þeirra manna öryggislista sem eru í gildi. BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga sendu alþingismönnum áskorun um að hafna lögum ríkisstjórnarinnar. Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, og Ólafur G. Skúlason, formaður FÍH afhentu Einari K. Guðfinnssyni, forseta Alþingis áskorunina. Einar lofaði að gera þingheimi grein fyrir henni.
Verkfall 2016 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Sjá meira