Róstusamt í ræðustólnum Snærós Sindradóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 13. júní 2015 07:00 Sigmundur Stjórnarandstaðan segir ráðamenn loka augunum gagnvart vanda heilbrigðiskerfisins. vísir/valli Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“ Verkfall 2016 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira
Það kom mörgum stjórnarandstæðingum í opna skjöldu á þingfundi í gær að Sigurður Ingi Jóhannsson, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, mælti fyrir frumvarpinu en ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra. „Við höfum lengi kallað eftir því að fram færi samtal og umræða um þessi mál en við höfum greinilega talað við vitlausa menn,“ sagði Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar. „Við gerðum okkur ekki grein fyrir því að hæstvirtur ráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, færi með kjaramál. Því spyr ég nú, hví varð landbúnaðarráðherra ekki við kröfum okkar um að taka kjaramál til umræðu?“Katrín Júlíusdóttir Mikil ólga var á Alþingi í gær undir umræðum um lög á verkfall Bandalags háskólamanna og hjúkrunarfræðinga. Umræður um frumvarpið stóðu enn á Alþingi þegar Fréttablaðið fór í prentun en að öllum líkindum verður fjallað um málið í allsherjar- og menntamálanefnd í dag og málinu lokið í seinni umræðum í kjölfarið. Frumvarpið sem Sigurður Ingi lagði fram bannar allar vinnustöðvanir og aðgerðir til að knýja fram kjarabætur. Hafi deiluaðilar ekki skrifað undir kjarasamninga fyrir 1. júlí skal Hæstiréttur skipa þrjá menn í gerðardóm sem ákveður kaup og kjör félagsmanna þeirra stéttarfélaga sem um ræðir. Gerðardómur skal taka mið af kjörum þeirra stétta sem teljast sambærilegar í menntun, störfum, vinnutíma og ábyrgð. Auk þess skal gerðardómur gæta að stöðugleika efnahagsmála.Gunnar Bragi Sveinsson Hiti var í þingmönnum en meðal annars voru gerð hróp og köll að Gunnari Braga Sveinssyni utanríkisráðherra þegar hann sakaði stjórnarandstöðuna um kjarkleysi og hlaut Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, lófatak úr áhorfendastúkum þegar hann hvatti þingheim til að leita annarra lausna en að setja lög á verkfallið. Við upphaf þingfundar voru félagsmenn BHM og Félags hjúkrunarfræðinga mættir á Austurvöll til að mótmæla frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hljóðið var þungt í fólki. „Það er bara hörmuleg niðurstaða,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, um lagasetningu á verkföllin. „Versta mögulega niðurstaða. Við höfum samningsrétt samkvæmt stjórnarskrá og viljum semja um kaup okkar og kjör. Fólk er mjög reitt, það er vonsvikið og finnst það hafa verið niðurlægt í þessu langa ferli. Við höfum ekki fengið alvöru samningaviðræður. Ríkið gerði ekkert til að reyna að koma í veg fyrir verkföllin. Staðan er mjög alvarleg.“
Verkfall 2016 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Sjá meira