Vel heppnað útspil, en hvað svo? Stjórnarmaðurinn skrifar 10. júní 2015 09:45 Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ljóst er að tillögur ríkisstjórnarinnar um losun gjaldeyrishaftanna mælast vel fyrir. Forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar, ráðgjafar og aðrir eiga hrós skilið. Hvað varðar slitabúin eru kröfuhöfum í raun gefnir afarkostir: Annaðhvort nái þeir nauðasamningum við slitastjórnir bankanna fyrir næstkomandi áramót, eða sæti að öðrum kosti skattlagningu sem næmi 39% af verðmæti heildareigna slitabúanna við áramót. Eftirtektarvert var hversu miklu púðri var eytt í skýringu á stöðugleikaskattinum, en síðar kom í ljós að drög að samkomulagi liggja fyrir við slitastjórnir Kaupþings og Glitnis. Hafa drögin hlotið samþykki stærstu kröfuhafa hvors banka, og verður að teljast langlíklegast að nauðasamningar verði ofan á og aldrei komi til skattheimtunnar. Með nokkurri einföldun tryggir nauðsamningsleiðin íslenska ríkinu hagnaðarhlutdeild í framtíðarafkomu nýju bankanna, auk þess sem búin láta af hendi tilteknar eignir og kröfur sem síðar gætu valdið gjaldeyrisútflæði. Fjárhagslegu áhrifin á ríkissjóð eru því sennilega sambærileg við skattaleiðina. Hvað sem því líður er niðurstaðan góð, og merkilegt að tekist hafi að vinna samkomulag við kröfuhafana á löngum tíma því sem næst í kyrrþey. Enn merkilegra er svo ef rétt reynist að nýir eigendur að Íslandsbanka verði kynntir til leiks á næstu dögum. Samhliða var lögð fram tillaga um hvernig á að leysa snjóhengjuvandann svokallaða, þ.e.a.s. krónuinnistæður erlendis. Er í þeim efnum lagt til að krónueigendur eigi tvo kosti; þátttöku í gjaldeyrisuppboði, eða kaup á langtímaríkisskuldabréfum. Þeir sem ekki velja annan þessara kosta lenda í því að krónur þeirra verða festar á vaxtalausum krónureikningum til langs tíma. Ljóst er að í báðum tilfellum eru fjárfestum gefnir afarkostir: annaðhvort taka þeir tillögum stjórnvalda eða hljóta verra af. Líklega er slík aðferðafræði vænlegust til að leysa vandann. Það er allt eða ekkert, og bara eitt skot í byssunni, eins og einhver sagði. Nú þegar raunhæf lausn á uppgjöri slitabúanna og snjóhengjunni liggur fyrir þarf að huga að næsta skrefi, þ.e.a.s. afléttingu haftanna sjálfra og framtíðarskipan gjaldeyrismála í landinu. Vissulega er í kynningu stjórnvalda mælt fyrir um verulegar tilslakanir til fjárfestinga erlendis fyrir einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði. Í þeim efnum vantar hins vegar eðlilega kjöt á beinin, enda frekari útfærslu að vænta með haustinu. Í framhaldi þarf svo að ræða stóra málið: Er krónan raunhæfur valkostur til frambúðar? Hagsagan á lýðveldistímanum bendir eindregið til að svo sé ekki.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira