Viðskiptafræðideild rannsakar tvö mál Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. júní 2015 09:15 Runólfur Smári Steinþórsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur. Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands rannsakar nú meintan ritstuld í lokaritgerð útskrifaðs viðskiptafræðinema frá árinu 2013. Þetta er annað málið sem kemur upp á skömmum tíma því Fréttablaðið greindi frá því í síðustu viku að deildin útskrifaði háskólanema fyrr á árinu með lokaritgerð þar sem þrjú viðtöl virtust fölsuð. Nemandinn fékk átta í einkunn fyrir ritgerðina. Tinna Dögg Kjartansdóttir markaðsfræðingur telur að deildin hafi útskrifað nemanda sem hafi stolið setningum úr lokaritgerð hennar frá árinu 2012. „Nú eru til rannsóknar tvö mál hjá deildinni,“ segir Runólfur Smári Steinþórsson, deildarforseti Viðskiptafræðideildar Háskóla Íslands, sem staðfestir að umrædd ritgerð sé til rannsóknar. „Rannsóknin er langt á veg komin og ég vil ítreka að ábending um ritstuld er tekin mjög alvarlega.“ Athygli vekur á því að Þórður Sverrisson, aðjúnkt í Háskóla Íslands, var leiðbeinandi bæði Tinnu og þess sem grunaður er um ritstuldinn. Báðar ritgerðirnar, sem skrifaðar voru með eins árs millibili, eru lokaverkefni til BS-gráðu og fjalla um markaðssetningu íslenska hestsins erlendis. Tinna gerði viðskiptafræðideild viðvart í apríl en hefur enn ekki heyrt frá skólanum. „Ferlið sem fer af stað getur tekið tíma,“ segir Runólfur.
Tengdar fréttir Enn hallar á lokaritgerð viðskiptafræðinemans Telur hugmyndir notaðar án leyfis. 8. júní 2015 07:00 Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00 Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23 Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Lokaritgerð háskólanema virðist uppspuni frá rótum Viðmælendur í háskólaritgerð kannast ekki við að hafa verið í viðtali. Gögn ritgerðarinnar virðast vera uppspuni. Háskóla Íslands gert viðvart. Nemandinn sem fékk 8 í einkunn er útskrifaður viðskiptafræðingur. 5. júní 2015 07:00
Ritgerðinni var læst að beiðni viðskiptafræðideildar „Nemendur bera ábyrgð á sínum verkum fyrst og fremst,“ segir leiðbeinandinn. 5. júní 2015 10:23
Fleiri ummæli virðast skálduð í lokaritgerð háskólanema Lokaritgerð nýútskrifaðs viðskiptafræðinema virðist byggð á uppspuna. Enginn þriggja viðmælenda í ritgerðinni kannast við að hafa rætt við höfundinn. Nemandinn fékk átta í einkunn, en ritgerðin er full af stafsetningar- og málfarsvillum. 6. júní 2015 07:00