Haftalosun í þremur liðum Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 07:00 Mikil gleði ríkti hjá oddvitum ríkisstjórnarinnar og starfsfólki ráðuneytanna eftir kynninguna í gær. VÍSIR/GVA Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári. Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra kynntu í gær aðgerðaáætlun um losun hafta. Heildarumfang aðgerðanna nemur 1.200 milljörðum króna, en það sem lýtur að slitabúum gömlu bankanna nemur 900 milljörðum króna. Afgangurinn snýr að aflandskrónum. Aðgerðaáætlunin er þríþætt, eins og sjá má hér til hliðar, en með henni er ætlað að losa um gjaldeyrishöftin sem hafa verið við lýði í sjö ár. Stóru línurnar felast annars vegar í stöðugleikaskatti sem lagður verður á slitabúin hafi þau ekki náð nauðasamningum fyrir áramót. Skatturinn nemur 39 prósentum og tekur gildi 15. ágúst 2016 og þarf að hafa verið greiddur að fullu 31. ágúst sama ár. Vilji kröfuhafar komast hjá skattlagningu þurfa þeir að ná nauðasamningum sem uppfylla stöðugleikaskilyrði sem fram koma í lögum sem lögð voru fram á Alþingi í gær. Í skilyrðunum felst meðal annars að slitabúin þurfa að greiða stöðugleikaframlag og endurgreiða neyðarlán frá ríkinu. Stöðugleikaframlagið tekur tillit til framtíðarmatsbreytinga á innlendum eignum slitabúanna, en þær geta aukist um allt að 200 milljarða á næstu tveimur árum. Það hefði að óbreyttu veruleg neikvæð áhrif á greiðslujöfnuð. Ólíklegt er að til greiðslu skattsins komi því vilji kröfuhafanna stendur til að ná samningum. Skatturinn nemur samtals 850 milljörðum króna. Sigmundur Davíð sagði á kynningunni í gær að þessi mál gætu haft raunveruleg og mikil áhrif á daglegt líf fólks, enda eru upphæðirnar af þeirri stærðargráðu að verulegu máli skiptir fyrir ríkissjóð. Aflandskrónuvandi að upphæð 300 milljarðar króna verður leystur með einskiptisuppboði og endurfjárfestingu í innlendum fjármálagerningum. Í kynningunni kom fram að tíu fagfjárfestar eiga meirihluta aflandskrónanna, en gjaldeyrisuppboð Seðlabankans hefðu dregið verulega úr stærð aflandskrónuvandans sem nú væri 300 milljarðar í stað 600. Í þriðja lagi verður raunhagkerfið styrkt meðal annars með því að lífeyrissjóðunum gefst færi á að fjárfesta erlendis fyrir allt að tíu milljarða króna á ári.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira