Búið að ræða við kröfuhafa Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 9. júní 2015 05:00 Fjöldi fólks lagði leið sína í Hörpu til að hlusta á oddvita ríkisstjórnarinnar, seðlabankastjóra og sérfræðinga kynna áætlun um afnám hafta. Þar á meðal voru aðrir ráðherrar og að sjálfsögðu margir fréttamenn. VÍSIR/GVA Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“ Gjaldeyrishöft Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fulltrúar stærstu kröfuhafanna í slitabú gömlu bankanna hafa sent fjármála- og efnahagsmálaráðherra viljayfirlýsingu um að þeir undirgangist 900 milljarða stöðugleikaskilyrði. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir ekki rétt að einblína á hvor leiðin verði fyrir valinu, skilyrðin eða skatturinn, fyrst og fremst sé verið að fást við greiðslujafnaðarvanda. „Það væri að vissu leyti mjög ákjósanlegt ef slitabúin myndu ljúka sínum málum með gerð nauðasamninga, en þá verða þau líka að uppfylla stöðugleikaskilyrðin,“ segir Bjarni.Bjarni BenediktssonFréttablaðið hefur heimildir fyrir því að samningar séu komnir mjög langt og kröfuhafar muni velja leið stöðugleikaskilyrðanna. Þeir þurfa þó að leita samþykkis kröfuhafafundar, en ólíklegt er að nokkur velji að greiða stöðugleikaskattinn. „Þetta er ekki spurning um að nauðasamningar séu komnir langt, það er náttúrulega svolítið síðan það gerðist,“ segir Már Guðmundsson seðlabankastjóri. „Þetta er spurning um það hversu langt menn séu komnir í það að sníða sína lausn að þessum stöðugleikaskilyrðum. Það verður upplýst um það þegar það verður upplýst um það. En það er þróun þar í gangi sem gæti verið jákvæð.“ Fjármálaráðherra segir að rætt hafi verið við hóp lykilkröfuhafa. „Okkar ráðgjafar hafa fyrir nokkru síðan kynnt fyrir þröngum hópi lykilkröfuhafa þau áform okkar að leggja á skatt og hafa kynnt fyrir þeim á hvaða rökum þau áform eru reist. Um leið var því lýst yfir að við værum reiðubúin til að greiða fyrir gerð nauðasamninga ef það væri eitthvað í lagalega umhverfinu sem gæti hjálpað til í því efni. Það má segja að það birtist núna í þessu lagafrumvarpi, hvað við erum tilbúin til að gera í því efni, en við höfum þá líka sagt að ef nauðasamningsleiðin er farin, þá þurfum við að ná sömu markmiðum.“ Bjarni segir stjórnvöld aldrei hafa verið tilbúin til þess að semja um þau markmið, en verið reiðubúin til að útskýra í hverju þau séu fólgin. „Samtalið hefur að einhverju leyti hjálpað til við að fínpússa, eða þróa, stöðugleikaskilyrðin. Þar er að einhverju leyti tekið tillit til þess hvað er líklegt og æskilegt fyrir slitabúin að gera, hvað varðar bindingu fjármuna inni í landinu, lengingu lána og svo framvegis.“
Gjaldeyrishöft Mest lesið Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira