„Þetta er ekki löggan, þeir eru okkar menn!“ Ólafur Steinar Gestsson skrifar 6. júní 2015 09:00 Múrsteinaverksmiðjan. Húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár. Þrátt fyrir kuldann velja margir að sofa í tjöldum á svæðinu í kringum verksmiðjuna, til að fela sig fyrir lögreglunni sem kemur stundum á svæðið. Vísir/Ólafur Steinar Gestsson Tveir menn eru á förum fyrir utan verksmiðjuna. Allir þeir sem eru innandyra verða þögulir. Þrír Sýrlendingar drífa sig að rykugum gluggunum og kíkja út. Þeim léttir mikið við það sem þeir sjá. „Þetta er ekki löggan, þeir eru okkar menn!“ Nokkrir menn bursta ryk og ösku af dýnu og setjast við bálið. Það ríkir þögn innandyra og ekkert heyrist nema snarkið í eldinum. Sumir eru sofandi, aðrir skrifast á við fjölskyldu sína meðan einn maður hitar sokka sína við eldinn.Saman á ferð Oft velja fjölskyldur að senda einn úr hópnum á flótta til Evrópu – oftast karlmenn – og koma svo seinna þegar þegar þeir eru komnir með hæli í Evrópu. Konur sem eru einar á ferð eru í hættu vegna kynferðisofbeldis af hendi fólkssmyglara. Þessi afganska fjölskylda var á ferð með ungum mönnum, sem þau hittu á leiðinni, og gátu veitt þeim öryggi.Yfirvöld á svæðinu áætla að 20-40 þúsund flóttamenn fari yfir landamærin árlega. Um það bil 40 manns nota verksmiðjuna daglega. Flóttamennirnir eru oftast frá Sýrlandi og Afganistan, en einnig frá öðrum löndum í Miðausturlöndum og Afríku. Flóttamennirnir hafa oftast flúið í gegnum Tyrkland, Grikkland eða Makedóníu og eru á leiðinni til Ungverjalands, og síðar til annarra Evrópulanda. Ferðalagið tekur minnst tvo mánuði og oft meira en ár, og kostar að minnsta kosti 5.000 evrur. Flóttamenn notast við staði eins og þessa tómu verksmiðju í litla bænum Subotica í Serbíu til hvíldar á ferðalaginu. Samkvæmt Frontex – Evrópsku landamærastofnuninni – hefur flóttamannastraumurinn færst frá hinni hættulegu ferð yfir Miðjarðarhaf og til Austur-Evrópu þar sem hann fer í gegn. Meira en helmingurinn af flóttamönnum sem koma til ESB fer yfir landamæri Ungverjalands frá Serbíu.Örmagna og hungraðir Reykurinn inni í verksmiðjunni er kæfandi en þó betri en kuldinn fyrir utan. Margir flóttamenn hafa ekki borðað dögum saman og eru örmagna eftir langt ferðalag. Presturinn í nærliggjandi bæ, Subotica, kemur daglega í verksmiðjuna að veita neyðaraðstoð.Minna á fjölskyldu í skógarferð Fyrir utan verksmiðjana er sólin byrjuð að skína. Lítil stelpa hleypur um svæðið og leitar eftir athygli frá öllum á svæðinu. Læknir frá Læknum án landamæra gefur henni súkkulaði og ungir menn kenna henni að slást með trjábútum, sem þeir láta eins og séu sverð. Muhammed er rétt um tvítugt og skylmist við stelpuna, sem hleypur aftur í fangið á foreldrum sínum. Hann brosir snöggt, en svipurinn verður fljótt alvarlegri. „Hún ætti ekki að vera hérna. Hún ætti að leika sér í leikskóla á öruggum stað,“ segir hann og lítur á snjallsímann sinn. Það er aðeins nokkurra prósenta hleðsla eftir, en hann notar hana til að hlusta á lag með Justin Bieber.Vinátta Þrátt fyrir erfiða ferð, söknuð og óvissa framtíð, reyna menn að halda góðri stemningu. Margir þróa vináttu sín á milli á ferðalaginu, og hjálpa hver öðrum á ferðinni.Þrátt fyrir smá óhreinindi á fötunum er erfitt að sjá að Muhammed sé flóttamaður. Hárið er stíft af geli, hann er vel rakaður og fötin hans eru kúl. Þetta gildir um fleiri. Þegar fjölskylda Muhammeds situr kringum bálið seinna um kvöldið, gætu þau alveg eins minnt á fjölskyldu í skógarferð. En veruleikinn er harðari en svo. Fjölskyldan bíður eftir smyglara sem flytur þau yfir landamærin. Þau hafa borgað 1.200 evrur hvert fyrir ferðina yfir landamærin, en þau hafa beðið árangurslaust síðustu tvö kvöldin.Óvissan Ferðalagið á milli landamæra fer fram á næturnar. Á gangi með lítil vasaljós eftir lestarteinum verður ferðin út í óvissuna ógnandi en draumurinn um betra líf gefur von.Serbía er síðasta landið áður en komið er til landa sem eru innan Evrópusambandsins. Samkvæmt Dyflinnarsamningnum verða flóttamenn að sækja um hæli í fyrsta landi innan sambandsins þar sem þeir komast í samband við yfirvöld. Ef lögreglan í Ungverjalandi tekur fingraför af flóttamönnunum, verða þeir að sækja um hæli þar. En fátækt og slæmar aðstæður fyrir flóttamenn valda því að fæstir vilja sækja um hæli þar. Flestir vilja fara til Þýskalands eða Skandinavíu. Mútur frá lögreglunni Fólkssmyglarinn kemur að lokum að sækja fjölskylduna. Muhammed ber litlu stelpuna á bakinu og þau fara meðfram lestarteinunum í átt til Ungverjalands. Áður en þau komast yfir landamærin stöðvar lögreglan þau og krefst 50 evra á mann í mútur. Fjölskyldan borgar, en Muhammed neitar að borga og snýr aftur til verksmiðjunnar. Daginn eftir stendur hann við lestarteinana sem liggja til Evrópu. Hann er nú einn á ferð. „Inshalla – ef Guð vill – kemst ég bráðum til Danmerkur.“ Flóttamenn Fréttaskýringar Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Tveir menn eru á förum fyrir utan verksmiðjuna. Allir þeir sem eru innandyra verða þögulir. Þrír Sýrlendingar drífa sig að rykugum gluggunum og kíkja út. Þeim léttir mikið við það sem þeir sjá. „Þetta er ekki löggan, þeir eru okkar menn!“ Nokkrir menn bursta ryk og ösku af dýnu og setjast við bálið. Það ríkir þögn innandyra og ekkert heyrist nema snarkið í eldinum. Sumir eru sofandi, aðrir skrifast á við fjölskyldu sína meðan einn maður hitar sokka sína við eldinn.Saman á ferð Oft velja fjölskyldur að senda einn úr hópnum á flótta til Evrópu – oftast karlmenn – og koma svo seinna þegar þegar þeir eru komnir með hæli í Evrópu. Konur sem eru einar á ferð eru í hættu vegna kynferðisofbeldis af hendi fólkssmyglara. Þessi afganska fjölskylda var á ferð með ungum mönnum, sem þau hittu á leiðinni, og gátu veitt þeim öryggi.Yfirvöld á svæðinu áætla að 20-40 þúsund flóttamenn fari yfir landamærin árlega. Um það bil 40 manns nota verksmiðjuna daglega. Flóttamennirnir eru oftast frá Sýrlandi og Afganistan, en einnig frá öðrum löndum í Miðausturlöndum og Afríku. Flóttamennirnir hafa oftast flúið í gegnum Tyrkland, Grikkland eða Makedóníu og eru á leiðinni til Ungverjalands, og síðar til annarra Evrópulanda. Ferðalagið tekur minnst tvo mánuði og oft meira en ár, og kostar að minnsta kosti 5.000 evrur. Flóttamenn notast við staði eins og þessa tómu verksmiðju í litla bænum Subotica í Serbíu til hvíldar á ferðalaginu. Samkvæmt Frontex – Evrópsku landamærastofnuninni – hefur flóttamannastraumurinn færst frá hinni hættulegu ferð yfir Miðjarðarhaf og til Austur-Evrópu þar sem hann fer í gegn. Meira en helmingurinn af flóttamönnum sem koma til ESB fer yfir landamæri Ungverjalands frá Serbíu.Örmagna og hungraðir Reykurinn inni í verksmiðjunni er kæfandi en þó betri en kuldinn fyrir utan. Margir flóttamenn hafa ekki borðað dögum saman og eru örmagna eftir langt ferðalag. Presturinn í nærliggjandi bæ, Subotica, kemur daglega í verksmiðjuna að veita neyðaraðstoð.Minna á fjölskyldu í skógarferð Fyrir utan verksmiðjana er sólin byrjuð að skína. Lítil stelpa hleypur um svæðið og leitar eftir athygli frá öllum á svæðinu. Læknir frá Læknum án landamæra gefur henni súkkulaði og ungir menn kenna henni að slást með trjábútum, sem þeir láta eins og séu sverð. Muhammed er rétt um tvítugt og skylmist við stelpuna, sem hleypur aftur í fangið á foreldrum sínum. Hann brosir snöggt, en svipurinn verður fljótt alvarlegri. „Hún ætti ekki að vera hérna. Hún ætti að leika sér í leikskóla á öruggum stað,“ segir hann og lítur á snjallsímann sinn. Það er aðeins nokkurra prósenta hleðsla eftir, en hann notar hana til að hlusta á lag með Justin Bieber.Vinátta Þrátt fyrir erfiða ferð, söknuð og óvissa framtíð, reyna menn að halda góðri stemningu. Margir þróa vináttu sín á milli á ferðalaginu, og hjálpa hver öðrum á ferðinni.Þrátt fyrir smá óhreinindi á fötunum er erfitt að sjá að Muhammed sé flóttamaður. Hárið er stíft af geli, hann er vel rakaður og fötin hans eru kúl. Þetta gildir um fleiri. Þegar fjölskylda Muhammeds situr kringum bálið seinna um kvöldið, gætu þau alveg eins minnt á fjölskyldu í skógarferð. En veruleikinn er harðari en svo. Fjölskyldan bíður eftir smyglara sem flytur þau yfir landamærin. Þau hafa borgað 1.200 evrur hvert fyrir ferðina yfir landamærin, en þau hafa beðið árangurslaust síðustu tvö kvöldin.Óvissan Ferðalagið á milli landamæra fer fram á næturnar. Á gangi með lítil vasaljós eftir lestarteinum verður ferðin út í óvissuna ógnandi en draumurinn um betra líf gefur von.Serbía er síðasta landið áður en komið er til landa sem eru innan Evrópusambandsins. Samkvæmt Dyflinnarsamningnum verða flóttamenn að sækja um hæli í fyrsta landi innan sambandsins þar sem þeir komast í samband við yfirvöld. Ef lögreglan í Ungverjalandi tekur fingraför af flóttamönnunum, verða þeir að sækja um hæli þar. En fátækt og slæmar aðstæður fyrir flóttamenn valda því að fæstir vilja sækja um hæli þar. Flestir vilja fara til Þýskalands eða Skandinavíu. Mútur frá lögreglunni Fólkssmyglarinn kemur að lokum að sækja fjölskylduna. Muhammed ber litlu stelpuna á bakinu og þau fara meðfram lestarteinunum í átt til Ungverjalands. Áður en þau komast yfir landamærin stöðvar lögreglan þau og krefst 50 evra á mann í mútur. Fjölskyldan borgar, en Muhammed neitar að borga og snýr aftur til verksmiðjunnar. Daginn eftir stendur hann við lestarteinana sem liggja til Evrópu. Hann er nú einn á ferð. „Inshalla – ef Guð vill – kemst ég bráðum til Danmerkur.“
Flóttamenn Fréttaskýringar Justin Bieber á Íslandi Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira