Slátrurum og bændum haldið í gíslingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. júní 2015 07:00 Jón Björnsson segir skort á nautakjöti leggja rekstur hamborgarastaða í rúst. Fréttablaðið/GVA Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana. Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Jón Björnsson Ómar Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samkaupa, og Jón Björnsson, forstjóri Festar, segja mikinn skort á nautakjöti í verslunum fyrirtækjanna. Hið sama kemur fram í fréttatilkynningu sem Hagar sendu frá sér á fimmtudag. Samkaup rekur verslanir Samkaupa Úrvals, Samkaupa Strax, Nettó og Kaskó, Festi rekur verslanir Krónunnar, Kjarvals og Nóatúns og Hagar reka verslanir Bónuss og Hagkaups. Ómar segir ástandið í verslunum almennt ágætt. Nóg sé til af lambi, svíni og frosnum kjúklingi en skortur sé á nautakjöti. „Okkur hefur gengið vel að halda uppi framboði. Við höfum nýtt okkur aðrar lausnir, til dæmis með því að bjóða upp á meiri kalkún,“ segir Ómar. Hljóðið er þyngra í Jóni Björnssyni. „Ég held það sé komið gott af nautakjötsskorti. Það er til nóg af kjúklingi, svíni og lambi en engir hamborgarar og þar er opinber stofnun að halda fyrirtækjum í gíslingu, ekki okkar fyrirtæki heldur kjötvinnslum og nautgripabændum. Það er svakalegt að opinber stofnun haldi þeim í gíslingu,“ segir Jón og vísar til verkfalls dýralækna hjá Matvælastofnun. Jón segir verslanir Festar ekki geta leyst út hinar ýmsu vörur af hafnarbakkanum vegna verkfallsins og að nú séu einhverjar þeirra farnar að skemmast. „Þá erum við komin í matarsóun sem er af völdum hins opinbera,“ segir Jón sem spyr hvort það sé virkilega nauðsyn að fá vottun íslenskra dýralækna til viðbótar við vottun dýralæknis frá upprunalandi vörunnar. „Verslunin er í mun betra ástandi en sumir veitingastaðir. Ef þú ert að reka hamborgarastað færðu enga hamborgara, þá er bara verið að leggja bisnessinn þinn í rúst,“ segir hann. Jón segist ánægður með nýja kjarasamninga. Hann sé sáttur við að samningar séu til lengri tíma því þá er auðveldara að taka ákvarðanir um fjárfestingar. Ómar er einnig sáttur við lengd samninga. „Það er ljóst að það verður mikil áskorun að takast á við þann kostnað sem fylgir hærri launum en á móti kemur að þetta eru samningar til langs tíma, það gefur fyrirtækjum séns á að vinna úr stöðunni á löngum tíma,“ segir Ómar um samningana.
Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira