YouTube og STEF gera samning Gunnar Leó Pálsson skrifar 3. júní 2015 09:30 Guðrún Björk Bjarnadóttir framkvæmdastjóri Stefs fagnar samningnum við Youtube. vísir/ernir YouTube og íslensku höfundaréttarsamtökin STEF hafa gert með sér samning sem felur í sér að meðlimir STEFs svo og erlendra systursamtaka munu geta fengið greitt fyrir notkun tónlistar sinnar á YouTube á Íslandi. „Þessi nýja tekjuleið eykur möguleika á fjárhagslegum ávinningi rétthafa á notkun verka þeirra á YouTube á Íslandi. Það að ná samningi við YouTube markar þáttaskil í að skapa ný tækifæri fyrir okkar rétthafa,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. Munu meðlimir STEFs og tengdir aðilar geta fengið greitt þegar tónlist þeirra aflar tekna með spilun eða birtingu auglýsinga á YouTube. STEF fær tiltekið hlutfall af tekjum YouTube á Íslandi sem fer í greiðslur til listamannanna. „Við erum einstaklega ánægð með að hafa náð samningi við STEF og höfunda innan samtakanna. Þetta mun hlúa að nýsköpun íslensks efnis og um leið gera tónlistarflytjendum, tónskáldum og textahöfundum kleift að fá greitt fyrir myndbönd á YouTube,“ segir Gudrun Schweppe, framkvæmdastjóri leyfismála hjá YouTube EMEA. „Þetta er líka sigur fyrir YouTube-samfélagið, en mikilvægur hluti upplifunar þeirra á netinu er að hlusta á tónlist og uppgötva nýja tónlistarmenn á YouTube.“ Samningurinn mun hafa áhrif en Guðrún segir að væntingum félagsmanna ætti að stilla í hóf. „Á Norðurlöndunum hafa svona samningar verið gerðir en þá hafa þetta verið frekar lágar greiðslur. Höfundar fá þó greitt fyrir sín verk í gegnum STEF og ef þeir setja inn myndböndin sín þá eiga þeir réttinn á sínum myndböndum og eiga þá að fá greitt fyrir þau samkvæmt samningnum.“ Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira
YouTube og íslensku höfundaréttarsamtökin STEF hafa gert með sér samning sem felur í sér að meðlimir STEFs svo og erlendra systursamtaka munu geta fengið greitt fyrir notkun tónlistar sinnar á YouTube á Íslandi. „Þessi nýja tekjuleið eykur möguleika á fjárhagslegum ávinningi rétthafa á notkun verka þeirra á YouTube á Íslandi. Það að ná samningi við YouTube markar þáttaskil í að skapa ný tækifæri fyrir okkar rétthafa,“ segir Guðrún Björk Bjarnadóttir, framkvæmdastjóri STEFs. Munu meðlimir STEFs og tengdir aðilar geta fengið greitt þegar tónlist þeirra aflar tekna með spilun eða birtingu auglýsinga á YouTube. STEF fær tiltekið hlutfall af tekjum YouTube á Íslandi sem fer í greiðslur til listamannanna. „Við erum einstaklega ánægð með að hafa náð samningi við STEF og höfunda innan samtakanna. Þetta mun hlúa að nýsköpun íslensks efnis og um leið gera tónlistarflytjendum, tónskáldum og textahöfundum kleift að fá greitt fyrir myndbönd á YouTube,“ segir Gudrun Schweppe, framkvæmdastjóri leyfismála hjá YouTube EMEA. „Þetta er líka sigur fyrir YouTube-samfélagið, en mikilvægur hluti upplifunar þeirra á netinu er að hlusta á tónlist og uppgötva nýja tónlistarmenn á YouTube.“ Samningurinn mun hafa áhrif en Guðrún segir að væntingum félagsmanna ætti að stilla í hóf. „Á Norðurlöndunum hafa svona samningar verið gerðir en þá hafa þetta verið frekar lágar greiðslur. Höfundar fá þó greitt fyrir sín verk í gegnum STEF og ef þeir setja inn myndböndin sín þá eiga þeir réttinn á sínum myndböndum og eiga þá að fá greitt fyrir þau samkvæmt samningnum.“
Tónlist Mest lesið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Sjá meira